Menntun til sjálfbærni

6. KAFLI Aðgerðir strax – Það sem við verðum að gera 182 o Styðja við starfsemi félagasamtaka sem vinna fyrir mannréttindum og í mannúðarmálum o Bjóða flóttafólk velkomið og jafnvel aðstoða það o Ferðast ekki á staði þar sem fjöldaferðamennska hefur verulega neikvæð áhrif á náttúru, menningu og líf heimamanna • Stuðla að verndun og endurheimt náttúruauðlinda o Elska og virða náttúruna o Taka þátt í endurheimt vistkerfa, planta, tína birkifræ, sá, bera á o.fl. o Nota ekki vörur á heimilinu sem geta skaðað umhverfið eins og t.d. skordýraeitur í garðinum, hreinsivörur án umhverfismerkingar o.fl. o Vinna að friðlýsingu ákveðinna svæða o Vinna gegn áformum sem munu skaða náttúruna • Jafningjafræðsla – fræða og hvetja hvort annað um málefnin og aðgerðir • Vera virkur lýðræðisborgari, láta sig málin varða og berjast fyrir umbreytingum o Kjósa og jafnvel að vera í framboði o Taka þátt í félagssamtökum o Finna sér samherja, vinna saman og koma upp ákveðinni hreyfingu og stemningu o Senda póst á fyrirtæki í landinu o Gera athugasemdir við skipulag, áætlanir, áform um mannvirki o.fl. o Skrifa greinar í fjölmiðlum, vekja athygli á málefninu á samfélagsmiðlum o Boða til friðsælla mótmæla o Halda listrænan gjörning um málefnið o Senda opinbera áskorun um breytingar o Óska eftir fundi með stjórnmálaflokkum eða ríkisstjórn um málefnið o Búa til undirskriftalista og fá fólk til að skrifa undir sem er sammála málefninu Verkefni fyrir nemendur um það sem þeir geta gert er í kafla 3.5. Slík verkefni er einnig að finna hér. 6.2.2 Það sem nærsamfélagið verður að gera Í raun og veru eiga öll atriði hér fyrir ofan sem einstaklingar og fjölskyldur geta gert einnig við fyrir vinnustaði, fyrirtæki og nærsamfélagið allt. En auk þess geta og eiga þessir aðilar einnig að setja skýrar reglur um þessa þætti. Og að sjálfsögðu verða þau að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt Parísarsamkomulaginu og aðgerðaáætlun stjórnvalda og helst að gera meira. Þau verða að auki að minnka alla aðra mengun og tryggja að réttlætis

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=