5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 173 SAMANTEKT Víðs vegar um heiminn lætur fólk sig málefni loftslags- várinnar og hnignun vistkerfa varða. Ýmis samtök hafa myndast og margir fara í regluleg mótmæli eins og t.d. Fridays for Future á hverjum föstudegi út um allan heim undir forystu Gretu Thunberg. Frumbyggjar láta sína rödd heyrast og miðla einnig mikilvægri þekkingu sinni áfram. Á Íslandi eru Landvernd, Ungir umhverfissinnar og Náttúruverndarsamtök Ísland stærstu samtök sem vinna í loftslagsmálum og náttúruvernd. Það skiptir miklu máli að almenningur ýti við stjórnvöldum og fyrirtækjum, krefjist aðgerða og veiti aðhald. TIL UMHUGSUNAR 1. Gera nemendur sér grein fyrir hringrás kolefnis og hvernig mannkynið er að koma henni úr jafnvægi? 2. Mikilvægt er að þekkja gróðurhúsaáhrifin og á hvaða hátt mannkynið hefur áhrif á þau. 3. Gott er að ræða við nemendur um afleiðingar loftslagshamfara sem þau hafa orðið vör við, annaðhvort upplifað sjálf eða lesið/heyrt um. 4. Hvernig upplifa nemendur það að læra um loftslagsóréttlæti í heiminum? 5. Hafa nemendur dregið úr eigin vistspori og/eða tekið þátt í að veita stjórnvöldum aðhald þegar kemur að loftslagsbreytingum? (t.d. með því að taka þátt í starfsemi félagasamtaka svo sem Ungra umhverfissinna eða á vettvangi Föstudaga fyrir framtíðina/Loftslagsverkfallsins). 6. Í hvaða áfanga/áföngum/greinum er fjallað um loftslagsmálin í þínum skóla og hvar um líffræðilega fjölbreytni? 7. Hvar sérð þú möguleika á því að tengja loftslagsmálin og líffræðilega fjölbreytni inn á annað efni sem er kennt í skólanum? 8. Verður þú var við loftslagskvíða hjá nemendum í þínum skóla? 9. Á hvaða hátt telur þú best að nálgast loftslagsmálin og líffræðilega fjölbreytni þannig að það snerti við nemendum á valdeflandi hátt? 10. Í kafla 3 eru dæmi um efni og kennsluaðferðir sem geta verið gagnleg.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=