Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 17 Menntun til sjálfbærni miðlar nemendum bæði nauðsyn- legri þekkingu til að skilja sjálfbæra þróun og heimsmark- miðin og eflir ýmsa lykilhæfni til þess að geta tekið virkan þátt sem upplýstir borgarar sem vilja þróa áfram umbreytingu samfélags í átt að sjálfbærri þróun. Þessi hæfni miðar m.a. að því að styrkja einstaklinga til að ígrunda og meta eigin gjörðir með hliðsjón af núverandi og komandi áhrifum á náttúru, samfélag, menningu og efnahag bæði frá staðbundu og hnattrænu sjónarhorni. Einstaklingar eiga að geta brugðist við flóknum aðstæðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þróað og skapað nýjar hugmyndir og nálganir og tekið virkan þátt í samfélags- legum og stjórnmálalegum ferlum með það að markmiði að færa samfélög sín í átt að sjálfbærri þróun. Ýmis hæfni hefur verið nefnd í þessu samhengi og mismunandi kenningar hafa verið þróaðar en flestar innihalda þó m.a. hæfni til: • virkrar þátttöku, • gagnrýninnar hugsunar, • að skilja flókin viðfangsefni, • þverfaglegrar hugsunar, • samskipta og samvinnu, • lýðræðisþátttöku, • að leysa ágreining og/eða vandamál, • að komast að niðurstöðu um álitamál, • skapandi hugsunar, • samkenndar, • réttlætiskenndar, • að átta sig á eigin ábyrgð. Á alþjóðlegum vettvangi um menntun til sjálfbærni ríkir almenn sátt um að eftirfarandi lykilhæfni sé sérstaklega mikilvæg fyrir árangursríka menntun til sjálfbærni. Hæfni til: • kerfishugsunar, • að hugsa fram í tíma (hæfni til framsýni), • að ígrunda eigin gildi og hegðun (viðmiðunarhæfni), • stefnumótunar, • samvinnu og samkenndar, • gagnrýninnar hugsunar, • sjálfsvitundar, • að leysa ágreining og/eða vandamál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=