Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 165 Talað er um líffræðilega fjölbreytni sem sjúkdómstryggingarkerfi, bæði vegna þess að hún getur komið í veg fyrir mikla útbreiðslu sjúkdóma auk þess sem í líffræðilegri fjölbreytni leynast mótefni gegn sjúkdómum eins og afurðir úr plötum til að búa til lyf. 5.9.2 Staða líffræðilegrar fjölbreytni á samtíma Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2021 deyja tegundir hraðar út í dag en nokkru sinni fyrr í sögunni. Spáð er að þessi ógnvænlega þróun muni verða enn hraðari þar sem um það bil 1 milljón dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu, margar hverjar gætu verið horfnar á næstu árum. Þetta skelfilega ástand ógnar afkomu tegunda og vistkerfa og gæti leitt til alvarlegs hruns sumra vistkerfa og tapi á líffræðilegri fjölbreytni. Jörðin hefur áður upplifað fimm fjöldaútrýmingar þar sem sú síðasta átti sér stað fyrir 65,5 milljón árum síðan og þurrkaði m.a. út risaeðlurnar. Vísindamenn telja nú að mannkynið sé að valda sjöttu fjöldaútrýmingunni. Mynd 39: Mannfólkið er háð líffræðilegri fjölbreytni. Covid-19 faraldurinn er gott dæmi um slíka afleiðingu þar sem m.a. þrenging mannkyns að villtri náttúru hefur aukið líkurnar á að smit berist úr villtum dýrum í fólk. Spáð er að þessi ógnvænlega þróun muni verða enn hraðari þar sem um það bil 1 milljón dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu, margar hverjar gætu verið horfnar á næstu árum. Helstu ástæður þess að líffræðileg fjölbreytni minnkar svona mikið er m.a. ofnýting mannkyns á vistkerfum á landi og í sjó, tap á búsvæðum, mengun, loftslagsbreytingar og áhrif framandi ágengra tegunda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=