5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 164 hafa margar tegundir. Önnur landsvæði, eins og t.d. hveitiakur eða mengaður lækur, hafa færri. Fjöldi vistkerfa er gífurlegur hvort sem er í skóglendi, graslendi, eyðimörk, fjalllendi, mismunandi vatnavistkerfi eða t.d. á kóralrifi. Hvert og eitt vistkerfi er sérstakt með sína einstöku samsetningu lífvera. Svo eru vistkerfi af sömu gerð ekki eins milli mismunandi staða. Þannig er birkiskógur á einum stað á Íslandi ekki eins og á öðrum stað innanlands og hvað þá birkiskógur í öðru landi. Mynd 38: Fjöldi mismunandi tegunda sem vitað er um. Þar sem mannkynið hefur enn ekki fundið allar tegundir eru þessar tölur væntanlega vanmetnar. (https://ourworldindata.org/biodiversity-and-wildlife) Líffræðileg fjölbreytni er grundvallaratriði í vistkerfunum sem veita okkur margslungna þjónustu hvort sem er súrefni, hreint vatn, frjósaman jarðveg, fæði, klæði, byggingarefni og vernd gegn sjúkdómum. Líffræðileg fjölbreytni leikur einnig lykilhlutverk í því að vistkerfi hafi svigrúm til þess að geta brugðist við breytingum eins og flóðum, þurrkum eða sjúkdómum. Náttúran og þar með mannkynið er háð líffræðilegri fjölbreytni og geta inngrip oft haft óvæntar afleiðingar. Áhrif mannkyns á eina tegund geta leitt til keðjuverkunar og þannig valdið meiri röskun en hægt var að ímynda sér í upphafi. Covid-19 faraldurinn er gott dæmi um slíka afleiðingu þar sem m.a. þrenging mannkyns að villtri náttúru hefur aukið líkurnar á að smit berist úr villtum dýrum í fólk. Líffræðileg fjölbreytni er grundvallaratriði í vistkerfunum sem veita okkur margslungna þjónustu hvort sem er súrefni, hreint vatn, frjósaman jarðveg, fæði, klæði, byggingarefni og vernd gegn sjúkdómum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=