Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 163 5.9 LÍFFRÆÐILEG FJÖLBREYTNI Hvar sem við erum getum við alls staðar komið auga á fegurð náttúrunnar. Hvort sem við horfum yfir landslag og víðerni, hlustum á fuglasöng, dáumst að fegurð fiðrilda eða vinnusemi hunangsflugna. Náttúran er stórkostleg og hún er okkur allt. Því allt kemur á einn eða annan hátt frá náttúrunni og skilar sér svo aftur til hennar. Samspil tegunda og mismunandi vistkerfa er margbreytilegt og flókið. Hver tegund og einstök lífvera hefur ákveðinn sess í þessu samspili. Ein tegund lifir vegna tilveru annarrar og allar lífverur eru þannig tengdar saman inn í flókinn lífsvef. Öll hafa sitt hlutverk innan lífsvefsins. Vistkerfin veita svo öllum lífverum ákveðna þjónustu og hafa áhrif á hringrásir náttúrunnar og veðurfar. Náttúran leitar alltaf ákveðins jafnvægis og er líka í þróun. Mannkynið er hluti af náttúrunni en sífellt fleiri samfélög í heiminum, a.m.k. í hinum vestræna heimi, haga sér að miklu leyti ekki lengur sem slík. Þau hafa raskað jafnvægi náttúrunnar á margan hátt sem gengur ekki upp til langs tíma. Að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni og þjónustu vistkerfa er gífurlega stór áskorun samtímans og tengist beint og óbeint loftslagshamförum og framtíð mannkyns. Mikilvægt er að vinna að lausn þessara stóru vandamála, loftslagshamförum og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni í sameiningu, með aðgerðum sem munu stuðla að lausn beggja vandamála. 5.9.1 Mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni Líffræðileg fjölbreytni er annað orð yfir líffræðilegan fjölbreytileika eða lífbreytileika. Það hugtak nær til fjölbreytileika alls lífríkis, bæði fjölda tegunda, breytileika innan tegunda og breytileika milli vistkerfa. Þannig er líffræðilegur fjölbreytileiki flokkaður í þrjú stig sem tengjast á flókinn og margbreytilegan hátt: í erfðafræðilegan fjölbreytileika innan hverrar tegundar, fjölbreytileika tegunda og fjölbreytileika vistkerfa. Alveg eins og hvert mannsbarn er einstakt býr hver tegund yfir breytileika milli einstaklinga. Þessi erfðafræðilegi fjölbreytileiki er fjölbreytni gena innan tegundar. Hver tegund samanstendur af einstaklingum sem hafa sína sérstöku erfðasamsetningu. Í heiminum er vitað af um 2,21 milljón mismunandi tegunda. Þar sem mannkynið hefur enn ekki fundið allar tegundir er sú tala væntanlega mjög vanmetin. Tegundafjölbreytileiki er fjölbreytni tegunda innan ákveðins búsvæðis eða svæðis. Sum búsvæði, eins og t.d. regnskógar og kóralrif, Aðeins þegar síðasta tréið hefur fallið, síðasta áin verið eitruð og síðasti fiskurinn veiddur munum við átta okkur á því að við getum ekki borðað peninga. – SPAKMÆLI CREE FRUMBYGGJA – Líffræðileg fjölbreytni, einning nefnd lífbreytileiki eða líffræðilegur fjölbreytileiki, nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni. Náttúra til framtíðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=