5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 162 ábyrgð og fari í þær aðgerðir sem þörf er á. Það er ekki til í myndinni að bíða eftir því að næsta kynslóð muni bjarga því sem sú núverandi klúðraði. Lesið meira um loftslagsréttlæti hér. SAMANTEKT Eitt af aðaleinkennum sjálfbærrar þróunar er réttlæti innan og milli kynslóða. Ríki heims verða að taka mið af loftslagsréttlæti í aðgerðaáætlunum sínum. Þar sem söguleg losun milli ríkja hefur verið mjög misjöfn myndi loftslagsréttlæti m.a. fela í sér að þau lönd sem hafa sögulega losað lítið fengju stóran hluta af því kolefni sem enn þá stendur til að losa, til þess að byggja upp nauðsynlega innviði, minnka fátækt og stuðla að meiri velmegun. Það ríkir mikið óréttlæti í því að þau lönd sem verða nú þegar hvað mest fyrir áhrifum loftslagshamfara bera minnsta ábyrgð á losuninni. Loftslagsaðgerðir eiga því að vinna gegn þessu óréttlæti. Aðlögunarmöguleikar fólks í mismunandi löndum að loftslagsbreytingum eru mismiklir. Hætta er á því að til verði tveir flokkar af flóttafólki: þau sem hafa fjármagn og frelsi til að reyna að flýja frá hamfarasvæðum og síðan þau fátæku sem verða skilin eftir til að þjást af afleiðingunum eins og eyðileggingu, sjúkdómum og dauða. Nauðsynlegt er m.a. að deila í meira mæli þeim lífsgæðum sem til eru og að ríku löndin taki á móti flóttafólki. Til að gæta að loftslagsréttlæti þyrftu ríku löndin að taka neyðsludrifið kolefnisspor inn í bókhald sitt. Loftslagshamfarir geta haft mismikil áhrif eftir því hvaða stöðu fólk hefur í samfélaginu, hvar það býr eða eftir litarhætti, kynþætti, kyni, kynhneigð, aldri, efnahag o.fl. Ef horft er á framtíðarspár vegna loftslagshamfara er ljóst að mikið óréttlæti á sér stað milli kynslóða. Það minnsta sem hægt er að gera núna er að núverandi kynslóð taki ábyrgð og fari í þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=