5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 160 5.8 LOFTSLAGSRÉTTLÆTI Réttlæti er eitt af aðaleinkennum sjálfbærrar þróunar og heimsmarkmiða. Þar með eiga ríki heims að framfylgja stefnu um að stuðla að auknu réttlæti á öllum sviðum lífsins. Loftslagsmál eru hluti af heimsmarkmiðum og sjálfbærri þróun og tengjast réttlæti með beinum og óbeinum hætti. Aðgerðir gegn loftslagshamförum eiga alltaf að taka mið af réttlæti og þar með af mannréttindum, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynja. Hugtakið loftslagsréttlæti varpar ljósi á einmitt þetta. Í umfjöllun hér að ofan um ábyrgð á kolefnislosun kemur fram á mjög skýran hátt hversu misjafnt sú ábyrgð dreifist á mismunandi aðila og lönd. Mikið óréttlæti á sér stað. Loftslagsréttlæti er þannig margslungið og flókið hugtak í okkar heimi. Leiðrétta þarf það mikla óréttlæti sem hefur átt sér stað varðandi orsakir og afleiðingar kolefnislosunar, óréttlæti í mörgum aðgerðum í loftslagsmálum og loftslagsbókhaldi og óréttlæti þegar kemur að mismunandi möguleikum á lífsafkomu og lífslíkum. 5.8.1 Réttlæti milli landa Réttlæti á grunni sögulegrar og núverandi losunar Það er mikið óréttlæti fólgið í því hvað það er mikill munur á sögulegri og núverandi losun milli landa ekki síst þegar horft er til þess að það eru ríku löndin sem hafa losað mest og þau fátæku minnst. Frá iðnvæðingu hafa þau lönd sem tilheyra ríkari hópi landa á Jörðinni byggt upp sína velmegun á ferlum og framleiðslu þar sem jarðefnaeldsneyti var notað. Einn angi loftslagsréttlætis væri þá að þau lönd sem hafa sögulega séð losað lítið ættu að fá að nota stóran hluta af því kolefni sem enn þá „má“ losa núna til þess að byggja upp nauðsynlega innviði eins og t.d. vegi, hús og borgir, sjúkrahús og menntastofnanir til þess að stuðla að meiri velmegun og reyna að sporna gegn fátækt. Og fólk í ríku löndunum verður að minnka í stórum stíl sína losun og breyta sínum lifnaðarháttum. Réttlæti á grunni áhrifa loftslagshamfara Það er ekki bara mjög mikill munur á losun milli landa heldur einnig á neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga milli landa. Yfir heildina má segja að mörg lönd sem liggja suður við miðbaug verði fyrir meiri afleiðingum loftslagsbreytinga á borð við flóð, þurrka, fellibylji og fleira en lönd norðarlega, allavega hingað til og væntanlega í náinni framtíð. Þannig að þau lönd sem verða fyrir hvað mestum áhrifum bera minnsta ábyrgð á losuninni. Ábyrgð ríkra landa til þess að aðstoða fátæku löndin er því mjög mikil. Þessar staðreyndir skipta miklu máli í öllum alþjóðlegum samningum eins og Einn angi loftslagsréttlætis væri þá að þau lönd sem hafa sögulega séð losað lítið ættu að fá að nota stóran hluta af því kolefni sem enn þá „má“ losa núna til þess að byggja upp nauðsynlega innviði eins og t.d. vegi, hús og borgir, sjúkrahús og menntastofnanir til þess að stuðla að meiri velmegun og reyna að sporna gegn fátækt. Aðgerðir gegn loftslagshamförum eiga alltaf að taka mið af réttlæti og þar með af mann- réttindum, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynja. Hugtakið loftslagsréttlæti varpar ljósi á einmitt þetta.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=