Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 16 2.2 UMBREYTING HUGA OG HEGÐUNAR – SKILGREINING OG MARKMIÐ MENNTUNAR TIL SJÁLFBÆRNI Markmiðið með menntun til sjálfbærni er að auka og efla gildi, hæfni og getu einstaklinga til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Tilgangurinn er umbreyting samfélagsins. Menntun til sjálfbærni er valdeflandi og umbreytandi ferli sem á ekki einungis að hafa áhrif á lífsstíl einstaklinga heldur á hún einnig að efla hvert og eitt okkar til að taka virkan þátt í þeim stóru breytingum sem þurfa að eiga sér stað innan samfélaga, breytingum sem lúta að kerfi, lögum, reglum, samningum og aðgerðamöguleikum. Þannig er eitt af mikilvægustu markmiðum með menntun til sjálfbærni að gera nemendum kleift að taka virkan þátt í mótun nútíðar og framtíðar. Menntun til sjálfbærni styður þróun persónulegrar, aðferðafræðilegrar og félagslegrar færni sem hjálpar nemendum að skynja sinn eigin stað í heiminum og takast á gagnrýninn og skapandi hátt á við flókinn, hnattvæddan heim þar sem mismunandi gildi, stöðug þróun, mótsagnir og óvissa ríkir. Í menntun til sjálfbærni er lögð áhersla á að nálgast viðfangsefnin á heildstæðan hátt og af þverfaglegri víðsýni. Til viðfangsefna tilheyra allar stoðir sjálfbærrar þróunar hvort sem er náttúra, samfélag eða hagkerfi. Þannig má segja að öll viðfangsefni heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eigi erindi í menntun til sjálfbærni og ekki síst samhengið á milli allra heimsmarkmiðanna. Mikil áhersla er lögð á hnattræna vitund og að réttlæti innan og milli kynslóða sé alltaf haft að leiðarljósi. Lykilatriði í menntun til sjálfbærni er að nota þátttöku- hvetjandi, uppbyggjandi, leitandi og nýstárlegar kennslu- aðferðir. Menntun til sjálfbærni hjálpar nemendum við að uppgötva vandamálin og skilja af hverju þau eru til staðar og síðan að finna lausnir og breyta þeim í aðgerðir. Nemendur eiga að læra að taka upplýstar ákvarðanir um það að lifa á ábyrgan hátt gagnvart náttúrunni og í réttlátu samfélagi fyrir núverandi og komandi kynslóðir, með virðingu fyrir menningarlegum fjölbreytileika. Slík menntun byggir á kenningu hugsmíðahyggju þar sem litið er á lærdóm sem virkt samsetningar- og uppbyggingarferli sem á sér stað á grunni eigin aðgerða og reynslu með nána tengingu við eigið líf og umhverfi. Hlutverk kennara er að vera leiðbeinandi og leiðtogi, ekki „bílstjóri“ heldur „hvetjandi ferðafélagi“. Menntun til sjálfbærni er menntun sem stuðlar að sjálfbærri þróun. Valdefling Ferli þar sem einstaklingar (hópar) öðlast innri styrk og sjálfstraust til þess að gera markmið og hagsmuni sína sýnileg, standa fyrir þeim gagnvart öðrum og framfylgja þeim á lýðræðislegan hátt. Umbreytandi nám Ferli þar sem einstaklingar velta fyrir sér eigin gildum og viðhorfum og skoða á gagnrýnin hátt hvaða gildi og gjörðir hafa leitt okkur á ósjálfbæra braut. Umbreytandi nám felur í sér breytingu á skilning á möguleikum okkar í samtíð og fram- tíð og skapandi hugsun um nýjar leiðir, gildi og aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun. Hnattræn vitund er vitund um innbyrðis tengsl fólks, samfélaga, hagkerfa og umhverfis um allan heim. Hún leggur áherslu á ábyrgð og áhrif einstaklinga, samfélaga, fyrirtækja og ríkja í þágu allra samfélaga, ekki bara þeirra eigin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=