Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 159 Það er til íslensk rannsókn á neysludrifnu kolefnisspori Íslendinga sem gefur gott dæmi í þessu samhengi. Oft er haldið fram að Ísland teljist til umhverfisvænna landa þar sem hlutfallið af endurnýjanlegum orkugjöfum er mjög hátt. En þegar reiknað er út neysludrifið kolefnisspor Íslendinga bendir allt til þess að það sé eitt það stærsta í heiminum. Losunin sé m.a. meiri en á hinum Norðurlöndunum þrátt fyrir þessa mikla notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Rannsóknin gefur til kynna að um 71% losunar íslenskra heimila kemur til vegna innfluttra vara. Losunarbyrði þessara vara liggur þá í framleiðslulöndum sem eru að stórum hluta fátækari lönd. Þar með útvistar Ísland stórum hluta af sinni losun til fátækra landa. Aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af loftslagsbókhaldi eins og krafa er gerð um í Parísarsamkomulaginu þar sem aðallega er horft á losun sem á sér stað innan hvers ríkis. Þar með taka þau mið af losunartölum sem eru töluvert minni en er raunveruleg ábyrgð Íslendinga eins og ofannefnd rannsókn hefur leitt í ljós. Þessi rannsókn sýnir m.a. að land getur verið með mikla losun þrátt fyrir að notast nær alfarið við endurnýjanlega orkugjafa innanlands. Þannig er mögulegt fyrir ríkt land að minnka losunina innanlands og þar með í bókhaldinu á meðan það væri í raun og veru jafnvel að auka losunina hnattrænt. Að horfa einungis á losun innanlands getur þar með leitt til tálsýnar. Þetta er of þröng nálgun sem dregur úr líkum á raunverulegum árangri hnattrænt. Ríku löndin hafa hnattvætt losun sína en ekki samdrátt sinn. Sjá nánar. SAMANTEKT Mikilvægt er að horfa á loftslagsmálin í samhengi við sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin, ekki síst hvað varðar réttlæti innan og milli kynslóðar. Kolefnisbókhald hverrar þjóðar tekur aðallega til losunar sem á sér stað innan landamæra hvers ríkis. Vörur sem eru fluttar inn teljast þá ekki með. Íslensk rannsókn hefur leitt í ljós að um 71% losunar íslenskra heimila (neysludrifið kolefnisspor) kemur til vegna innfluttra vara. Losunarbyrði þessara vara liggur þá í framleiðslulöndum sem eru að stórum hluta fátækari lönd. Þar með útvistar Ísland og önnur rík lönd stórum hluta af sinni losun til fátækra landa. Að horfa einungis á losun innanlands er því of þröng nálgun og getur leitt til tálsýnar. Að horfa einungis á losun innanlands getur þar með leitt til tálsýnar. Rannsóknin gefur til kynna að um 71% losunar íslenskra heimila kemur til vegna innfluttra vara. Losunarbyrði þessara vara liggur þá í framleiðslulöndum sem eru að stórum hluta fátækari lönd. Þar með útvistar Ísland stórum hluta af sinni losun til fátækra landa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=