5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 157 Mynd 37: Fyrirtæki á Íslandi sem hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum árið 2018. (https://stundin.is/grein/9078/) 5.6.5 Ábyrgð milli kynslóða Það er átakanlegt að hugsa sér að helmingur allrar losunar mannkyns síðan iðnbyltingin hófst hefur átt sér stað á síðustu 30 árum. Sú losun er á ábyrgð okkar, núverandi kynslóðar. Það er á því tímabili þegar vitað var af afleiðingunum og verið var að semja um samdrátt í losun. Það er augljóst að núverandi kynslóð er að skilja við Jörðina ekki einungis í lakara ástandi en hún tók við henni heldur að öllum líkindum í hættulegu ástandi til næstu kynslóðar. Ein af skilgreiningum sjálfbærrar þróunar er að kynslóðir afhenda Jörðina í a.m.k. eins ástandi og helst í betra ástandi en þegar þær tóku við henni (nánar í kafla 4.2). Okkar kynslóð er engan veginn á braut sjálfbærrar þróunar og réttlæti milli kynslóða er ekki virt. SAMANTEKT Uppsöfnuð söguleg losun einstakra landa er mjög misjöfn. Ekkert einstakt land hefur losað meira en Bandaríkin en löndin innan Evrópusambandsins hafa losað samanlagt næstum því eins mikið. Söguleg losun Kína er um helmingi minni og lönd eins og Indland og Brasilía hafa losað lítið í sögulegu samhengi. Lönd í Afríku hafa bæði núna og í sögulegu samhengi losað mjög lítið. Núverandi losun á íbúa í hverju landi er einnig mjög misjöfn. Beint samband er á milli ríkidæmis og losunar gróðurhúsalofttegunda. Því ríkari sem lönd eða einstaklingar eru þeim mun meira losa þau. Þannig bera ríkustu 10% íbúa heims ábyrgð á tæplega 50% af allri losun CO2 á heimsvísu vegna lífstíls en fátækustu 50% heimsins bera einungis ábyrgð á Það er átakanlegt að hugsa sér að helmingur allrar losunar mannkyns síðan iðnbyltingin hófst hefur átt sér stað á síðustu 30 árum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=