5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 154 í eins og kemur fram í kafla 5.7. Á þessari vefsíðu er hægt að skoða losun íbúa í fleiri löndum. Nánari umfjöllun um hugtakið kolefnisspor er í kafla 4.5 um sjálfbæra þróun. Hægt er að reikna út sitt eigið kolefnisspor í þessum íslenska kolefnisreikni. Í þeim útreikningum er notast við neysludrifið kolefnisspor sem tekur einnig m.a. til innfluttra vara. Meðalkolefnisspor Íslendingar þar er um 12 tonn CO2 ígilda á ári. Því meiri sem neyslan er því stærra er kolefnissporið. Ítarefni um neyslu er að finna hér: https://landvernd.is/neysla-og-urgangur/, https://ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/neysluvenjur/, http://www.gerasjalfur.is/neysla.html, https://landvernd.is/naegjusamur-november/ Í ljósi þess hversu mikla ábyrgð ríkar þjóðir og einstaklingar bera á losuninni er ljóst að það er engan veginn í takt við tímann að horfa á lífstíl ríka fólksins sem eftirsóknarverðan eða að sækjast eftir honum. 5.6.4 Ábyrgð fyrirtækja Þegar skoðað er hversu mikinn þátt stærstu olíu-, gas- og kolafyrirtæki heims hafa átt í loftslagsbreytingum síðan 1965 kemur í ljós að stærstu 20 fyrirtækin bera ábyrgð á um 35% af allri koltvíoxíðlosun á heimsvísu og að 100 fyrirtæki bera ábyrgð á um 70% af losuninni. Helmingurinn af allri losun jarðefnaeldsneytis og sementsframleiðslu síðan 1751 hefur átt sér stað eftir 1990. Þó að endanleg notkun á jarðefnaeldsneyti og þar með losun koltvíoxíðs sé hjá neytenda, allt frá einstaklingum til fyrirtækja, hafa framleiðendur jarðefnaeldsneytis fótinn á „bensíngjöfinni“ hvað framboð varðar og þar með notkun jarðefnaeldsneytis. Þannig halda þeir einnig aftur af þróun á umhverfisvænni orkugjöfum. Þegar skoðað er hversu mikinn þátt stærstu olíu-, gas- og kolafyrirtæki heims hafa átt í loftslagsbreytingum síðan 1965 kemur í ljós að stærstu 20 fyrirtækin bera ábyrgð á um 35% af allri koltvíoxíðlosun á heimsvísu og að 100 fyrirtæki bera ábyrgð á um 70% af losuninni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=