Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 153 Mynd 34: Mikill munur er milli losunar ríkra og fátækra. Það ætti að vera þannig að því stærra sem kolefnissporið er því meiri ætti siðferðisleg skylda okkar að vera, eins og Greta Thunberg hefur m.a. sagt. Hver yfirdráttur yfir þolmörk Jarðar er tekinn frá einhverjum öðrum. Það þýðir að stóra kolefnisspor þeirra ríku orsakar meiri ójöfnuð og gefur fátækustum íbúum heims ekkert svigrúm til að auka losun sína í þeim tilgangi að bæta lífskjör sín. Eins og staðan er núna stundar flest fólk í ríku löndunum neysludrifinn lífstíl sem færir mannkynið beint í loftslagshamfarir. Ímyndið ykkur að um leið og þið notið flugvél tilheyrið þið hnattrænu elítunni. Á árinu 2018 stigu einungis 11% mannkyns í flugvél, milli 80% og 90% mannkyns í heiminum hafa aldrei flogið og einungis 1% af mannkyninu hefur flogið það mikið að það ber ábyrgð á 50% kolefnislosunar heimsins vegna flugsamgangna. Á meðan hver íbúi Bandaríkjanna losaði að meðaltali um 14,24 tonn af CO2 á árinu 2020, eru þau um 7,69 í Þýskalandi, 2,2 í Brasílíu, 1,77 á Indlandi, 0,68 í Angóla og 0,07 í Malavíu, svo fáein dæmi séu nefnd. Í þessum tölum er einungis mæld losun koltvíoxíðs en ekki annarra gróðurhúsalofttegunda. Forsendur þessara útreikninga eru á grunni framleiðslu í hverju landi en ekki á grunni neyslu. Þannig að innfluttar neysluvörur eru ekki taldar með. Losun vegna landnýtingar er heldur ekki með inni í þessum tölum. Miðað við þessa aðferðafræði var meðallosun CO2 á Íslandi árið 2020 8,6 tonn á íbúa. Þessi tala er miklu hærri ef losun vegna landnotkunar væri með og eins ef neysludrifnu kolefnisspori væri bætt inn Á meðan hver íbúi Bandaríkjanna losaði að meðaltali um 14,24 tonn af CO2 á árinu 2020, eru þau um 7,69 í Þýskalandi, 2,2 í Brasílíu, 1,77 á Indlandi, 0,68 í Angóla og 0,07 í Malavíu, svo fáein dæmi séu nefnd. Hlutfall CO2 útblásturs út frá mannfjölda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=