Menntun til sjálfbærni

2. KAFLI Menntun til sjálfbærni – fræðilegur grunnur 15 2.1 INNGANGUR Sjálfbær þróun, loftslagsmálin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni krefjast svara sem eiga rætur í skilningi okkar á siðferði mannkyns, í eiginleikum, gildum og viðhorfum sem við þurfum að rækta og efla. Til þess að ná fram nauðsynlegum róttækum breytingum innan samfélaga okkar þarf bæði víðtækar stjórnmálalegar aðgerðir og breytingar á okkar eigin hugsunarhætti og athöfnum. Menntun er mikilvægur þáttur til að kalla fram breytingar hjá okkur sjálfum og valdefla okkur til þess að hafa áhrif út á við. Að líta á menntun sem hvata að betri framtíð allra í átt að sjálfbærri þróun er almennt viðurkennt og leiddi m.a. til þróunar á menntun til sjálfbærni bæði á alþjóðlegum og innlendum vettvangi. Til þess að skapa sanngjarnari og friðsælli heim á grunni sjálfbærrar þróunar þurfum við öll meiri þekkingu, færni og gildi sem stuðla að þessu auk meðvitundar um þörfina fyrir slíkum breytingum. Hér gegnir menntun lykilhlutverki. Menntun til sjálfbærni er vegferð í átt að betri framtíð fyrir allar lífverur og þessi vegferð byrjar hér og nú. Kennarar eru áhrifamiklir talsmenn og frumkvöðlar til að þróa og framkvæma menntun til sjálfbærni og gegna þannig lykilhlutverki. Menntun til sjálfbærni er ekki bundin við einstaka greinar eða áfanga heldur tengist aðkomu alls skólasamfélagsins. Markmiðið með þessum kafla er að kennarar geti nýtt hann til að öðlast góðan fræðilegan grunn um menntun til sjálfbærni. Mikil þróun er í menntun til sjálfbærni m.t.t. fenginnar reynslu og vísindalegra rannsókna og er í þessari samantekt reynt að leggja áherslu á opinbera alþjóðlega og innlenda stefnu og nálganir sem nýtist í skólastofunni. Umfjöllunarefnið er hvergi tæmandi og eru lesendur hvattir til að skoða heimildirnar nánar ef þeir vilja kafa dýpra í málefnin. Einhver hagnýt dæmi fylgja í einstökum undirköflum en meira er skrifað um menntun til sjálfbærni í skólastofunni í kafla 3. Kaflar 2 og 3 mynda eina heild. Þú ert aldrei of smár til að geta haft áhrif. GRETA THUNBERG 2. KAFLI MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI – FRÆÐILEGUR GRUNNUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=