5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 147 aðra aðila. 189 ríki hafa staðfest Parísarsamninginn í byrjun árs 2020, meðal þeirra er Ísland. Nánari umfjöllun um viðbrögð alþjóðasamfélagsins má lesa hér. 5.4.2 Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á Íslandi Stjórnvöld á Íslandi hafa búið til aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem er okkar tæki til að standa við framlag landsins til að ná markmiðum Parísarsamningsins og að auki markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. Fyrsta útgáfa kom út haustið 2018 og önnur uppfærð útgáfa leit dagsins ljós í júní 2020. Meðal aðgerða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem falla undir beina ábyrgð Íslands eru: • Stuðla að breyttum ferðavenjum og orkuskiptum í vegasamgöngum • Draga úr losun frá skipum og höfnum • Draga úr losun frá F-gösum • Draga úr losun frá landbúnaði og frá úrgangi • Hvatar til umskipta innan samfélags • Fræðsla og menntun Fræðsla um loftslagsmál fyrir almenning og menntun um loftslagsmál í skólum eru nefndar á ýmsum stöðum í aðgerðaáætluninni, bæði sem beinar aðgerðir og sem mikilvægur grunnur fyrir árangur í ýmsum öðrum aðgerðum. Í aðgerðaáætlunni er síðan fjallað um aðgerðir vegna losunar innan evrópska viðskiptakerfisins með losunarheimildir (e. EU Emission Trading System, EU ETS) og aðgerðir til að minnka losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar (LULUCF). Hér má sérstaklega nefna efling skógræktar og landgræðslu og endurheimt og verndun votlendis. Ljóst er að til að framkvæma þessar aðgerðir þurfa allir að leggjast á eitt, stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök, skólar og almenningur. Til þess að svo verði þarf almenna vitundarvakningu, aukna þekkingu og getu til aðgerða um loftslagsmál. Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki bara að finna hvatningu til kennara og menntakerfisins um aukna menntun um loftslagsmál heldur er beinlínis mælst til þess og ýtt undir það. 5.4.3 Aðrir alþjóðlegar samningar Til eru ýmsir aðrir alþjóðlegir samningar sem snerta loftslagsmál, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbæra þróun á beinan hátt og sem Ísland er aðili að. Hér er einungis vikið að þeim stærstu til viðbótar heimsmarkmiðunum sem umlykja öll þessi málefni. Má þar nefna samning Sameinuðu þjóðanna Meðal aðgerða á Íslandi er fræðsla um loftslagsmál fyrir almenning og menntun um loftslagsmál í skólum nefnt á ýmsum stöðum í aðgerðaáætluninni, bæði sem beinar aðgerðir og sem mikilvægur grunnur fyrir árangur í ýmsum öðrum aðgerðum. Uppfærsla 2023: Eins og kemur m.a. fram í uppgjör Loftslagsráðs blasir við að “aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Samdráttur hefur einungis náðst á nokkrum sviðum en heildarlosun hefur aukist. Markviss loftslagsstefna með tímasettum og mælanlegum markmiðum liggur enn ekki fyrir, þó svo að aðgerðaáætlun sé til staðar. Verði ekki gripið í taumana mun Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum, og færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040.” Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki bara að finna hvatningu til kennara og menntakerfisins um aukna menntun um loftslagsmál heldur er beinlínis mælst til þess og ýtt undir það.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=