Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 145 Mynd 30: Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi án landnotkunar og alþjóðasamgangna (Umhverfisstofnun) Ísland er vistfræðilega illa farið land þar sem mikil jarðvegs- og gróðureyðing hefur átt sér stað í gegnum aldirnar. Mikið kolefni hefur þannig tapast og vistkerfin hafa minni möguleika til að binda kolefni þegar þau eru í röskuðu ástandi. Þess vegna er losun vegna landnotkunar (LULUCF flokkurinn) mjög mikil á Íslandi eins og sjá má í töflum á vef Umhverfisstofnunar og á vefsíðunni Himinnoghaf.is (ákveðin óvissa er með nákvæmar tölur í þessum flokki en verið er að vinna í frekari rannsóknum á þessu sviði). Vernd og endurheimt náttúrulegra vistkerfa eins og birkiskóga, annars gróðurlendis og votlendis skiptir því líka miklu máli auk þess að stórminnka losunina sem verður vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti. Nánari upplýsingar um losun Íslands, bókhaldið og hvernig losunin er flokkuð í bókhaldinu er að finna á vef Umhverfisstofnunar og hér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=