5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 144 5.3.1 Hvaðan kemur losunin? Losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloft um allan heim kemur að stærstum hluta vegna brennslu jarðefnaeldsneytis vegna notkunar þess í iðnaði, fyrir samgöngur og til húshitunar. Eitthvað af gróðurhúsalofttegundum verður til sem hliðarafurð við framleiðslu á sementi og eiturefnum og einnig losnar eitthvað við meðhöndlun á úrgangi. Við landbúnað, skógrækt og landnýtingu verða til ýmsir ferlar sem losa gróðurhúsalofttegundir. Munur er á því hvernig þessar upplýsingar eru settar fram og hvaða forsendur hafa verið notaðar við útreikninga en allar gefa þó svipaðar myndir af stöðunni. Á myndinni hér að neðan má sjá eitt svona yfirlit. Orka 73,2% Landnotkun og skógrækt 18,4% Úrgangur 3,2% Iðnaður 5,2% Mynd 29: Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu eftir uppsprettum. (Ourworldindata) Í losunarbókhaldi er losuninni skipt í flokka eftir því hver uppspretta hennar er. Svona er það flokkað á Íslandi: • Orka: Losun sem tengist framleiðslu og notkun orku eins og vegna bruna jarðefnaeldsneytis og vegna jarðvarmafyrirtækja. • Iðnaðarferlar og efnanotkun: Málm- og sementsframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda. • Landbúnaður: Húsdýr og nytjajarðvegur, aðallega vegna áburðarnotkunar. • Úrgangur: Urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð. • Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF): Losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=