Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 143 Afleiðingar aukningar gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti eru geigvænlegar og margbreytilegar. Helstu afleiðingar á náttúru og lífríkið eru: • Hlýnun – hitastig hækkar o Gróðurbelti færast til o Búsvæði og lífsskilyrði lífverutegunda breytast bæði í sjó og á landi o Úrkomumynstur breytist o Jöklar bráðna o Yfirborð sjávar hækkar o Flóðahætta eykst • Öfgaatburðum fjölgar o hitabylgjur, þurrkir, fellibyljir, flóð, úrhellisrigningar, óveður • Skógareldar aukast • Líffræðileg fjölbreytni minnkar • Sjórinn súrnar sem mun hafa viðtæk áhrif á allt lífríki og vistkerfi hafsins, sjá nánar hér • Breytingar verða á sjávarstraumum og seltu sjávar Nú þegar hafa afleiðingar gert vart við sig í flestum hlutum heims þó mest í ríkjum á suðurhluta Jarðarinnar. Þessar afleiðingar hafa bæði bein áhrif á líf fólks, annarra dýra og plantna en ógna að auki áframhaldandi lífi á Jörðinni vegna yfirvofandi hættu á hruni vistkerfa. Baráttan um auðlindir mun harðna sem leiðir af sér aukna hættu á stríðsátökum og auknum fjölda flóttafólks sem flýr átök. Hér á Íslandi hefur hop jökla verið mest áberandi sem afleiðing loftslagsbreytinga. En fleiri afleiðingar eru nú þegar merkjanlegar og verða þær alvarlegri með tímanum. • Jöklar halda áfram að hopa. • Gróðurmörk færast ofar í meiri hæð yfir sjávarmáli. • Framandi dýra- og plöntutegundir koma til landsins sem sumar hverjar gætu orðið ágengar. • Sjórinn í kringum Ísland heldur áfram að súrna. • Breytingar verða á göngum fiska t.d. síldar, loðnu og makríls . • Aukin jarðvirkni sem þýðir að eldgosum og jarðskjálftum muni fjölga (farglosun vegna bráðnunar jökla getur leitt af sér aukna jarðvirkni). • Fjölgun aurskriða og grjóthruns. • Úrkoma eykst. Nánar má lesa um helstu afleiðingar loftslagsbreytingar m.a. á vefsíðu Umhverfisstofnunar, á vefsíðu Veðurstofu Íslands og á vefsíðu sem hýsir kennslubók um mengun sjávar. Samfélagsleg áhrif þessara afleiðinga eru mikil eins og matarskortur og hungursneyð, vatnsskortur, tap á menningarheimum, heimilisleysi, aukinn flóttamannastraumur og aukin útbreiðsla ákveðinna sjúkdóma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=