5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 142 Mynd 27: Styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti síðustu 800.000 ár. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að það er bein samsvörun milli aukins styrks koltvíoxíðs í andrúmslofti og hækkunar hitastigs á Jörðinni, bæði í nútíma og í fortíðinni. Mynd 28: Bein samsvörun milli aukins styrks CO2 í andrúmslofti og hækkunar hitastigs. Þó að hér sé aðallega fjallað um koltvíoxíð, þar sem það hefur mest áhrif vegna mikils magns, þá hefur styrkur annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti einnig aukist vegna athafna manna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=