5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 140 geislunarinnar glatist út í geim og valda því að meðalhitastig við yfirborð Jarðar er hærra en ef gróðurhúsaáhrifanna nyti ekki við. Þetta er náttúrulegt og nauðsynlegt ferli, án þess væri meðalhitinn á Jörðinni -18 gráður í staðinn fyrir +15 gráður. Gróðurhúsaáhrifin eru þannig forsenda fyrir lífi á Jörðinni eins og við þekkjum það. Mynd 26. Gróðurhúsaáhrif. Hvað er þá vandamálið? Með því að auka magn gróðurhúsalofttegunda eins og koltvíoxíð í andrúmslofti, sérstaklega með brennslu jarðefnaeldsneytis, verður meiri styrkur gróðurhúsaloftstegunda í andrúmslofti sem þýðir að þær gleypa meiri varmageislun og endursenda til Jarðarinnar þannig að hitinn eykst. Aðrar gróðurhúsalofttegundir eru m.a. vatnsgufa (H2O), metan (CH4), glaðloft (N2O), óson (O3), brennisteinshexaflúoríð (SF6) og ýmis halógen-kolefnissambönd. Þær hafa allar mismunandi eiginleika í að gleypa varmageislun, t.d. hefur metan um 25 sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvíoxíð. Meira um gróðurhúsalofttegundir má lesa hér. Góð hreyfimynd um gróðurhúsaáhrifin má finna hér. Því meira af gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu því meiri varmageislun verður endursend til Jarðarinnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=