Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 138 Mynd 25: Einföld mynd af hröðu og hægu hringrás lífræns kolefnis á landi, án inngripa manna. Rauðar örvar sýna hæga hringrás. Í hröðu kolefnishringrásinni binda plöntur orku sólarinnar og umbreyta koltvíoxíði í kolefni og súrefni með ljóstillífun. Kolefnið er geymt í plöntuvefjum sem byggingarefni og súrefnið fer út í andrúmsloftið. Þegar dýr og mannfólk nærast á plöntum fá þau þannig m.a. kolefni til þess að nota sem byggingarefni. Svo anda þau súrefninu að sér og frá sér koltvíoxíði sem fer út í andrúmsloftið. Þegar plöntur, dýr og mannfólk deyja, fer af stað niðurbrot á lífrænum vefjum (byggingarefni) og við það losnar koltvíoxíð aftur út í andrúmsloftið. Hluti af lífrænum leifum geymist í jarðveginum, mislengi eftir umhverfisaðstæðum. Í gegnum langa jarðsögu hefur mikið af kolefni safnast saman í iðrum jarðar, lífrænar leifar sem hafa umbreyst í kol, jarðgas og jarðolíu. Án inngripa mannsins er það kolefni bundið fast langt niðri í jörðinni og losnar bara mjög, mjög hægt við veðrun. M.a. telst dvalartími kolefnis í setbergi um 200 milljónir ára. Svona er hæga kolefnishringrás án inngripa mannsins. Andrúmsloft Ljóstillífun Öndun Öndun Veðrun Plöntur Setmyndun og greftrun Setberg Loftháð niðurbrot Súrefnisfirrt niðurbrot Jarðvegur og sjávarset Dýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=