Menntun til sjálfbærni

5. KAFLI Ógnir sem steðja að okkur – Loftslagsvá og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni 137 Til þess að stuðla að þessum breytingum þarf mannkynið og þá sérstaklega við í vestrænum heimi einnig að ná að tengjast málunum á tilfinningalegan hátt, þróa samkennd og efla getu okkar til aðgerða. Það má engan tíma missa þar sem mannkynið er að renna út á tíma. Það sem við gerum eða gerum ekki á þessum áratug mun skera úr um hversu lífvænlegt verður á Jörðinni í náinni framtíð. Tími málamiðlanna og afsakana er liðinn. Mannkynið verður að gera stórar breytingar á sínum grundvallarkerfum og lifnaðarháttum og það strax í dag. Ef við gerðum okkur fyrir alvöru fulla grein fyrir alvarleika og lífsógnandi ástandi loftslagsbreytinga og hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni þá myndum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir verstu sviðsmyndir framtíðarinnar. Framtíð mannkyns og fjölda tegunda lífvera er í húfi. Í þessum kafla er lögð áhersla á stutta en hnitmiðaða umfjöllum um helstu atriði loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni á mannamáli. Stiklað er á stóru og vísað í ítarefni og heimildir í heimildaskrá fyrir frekari upplýsingar. Sem kveikja er gott að horfa á þetta myndbrot (2,5 mín.) frá þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í íslenskri þýðingu Félags SÞ á Íslandi. 5.2 INNGRIP MANNSINS HEFUR AFLEIÐINGAR – KOLEFNISHRINGRÁS OG GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN 5.2.1 Kolefnishringrás Kolefni (C) er uppistaðan í öllum lífrænum efnum og er þar með eitt mikilvægasta frumefni Jarðar. Þar sem jarðvegur byggist að hluta upp af leifum lífvera, eins og plantna sem eru að rotna, inniheldur jarðvegur líka mikið magn af kolefni. Helstu svokölluðu gróðurhúsalofttegundir, eins og koltvíoxíð (CO2) og metan (CH4), eru kolefnissameindir. Kolefnið er í sífelldri og afar flókinni og margbreytilegri hringrás á Jörðinni. Hringrásina má flokka í lífræna og ólífræna og í hæga og hraða hringrás. Hringrás ólífræns kolefnis á sér aðallega stað í bergi, sjó og lofti en hér á eftir er mynd sem sýnir bæði hæga og hraða hringrás lífræns kolefnis. Allar lífverur eru að miklum hluta kolefni, það er helsta byggingarefni okkar mannanna, allra dýra, plantna o.s.frv. Það sem við gerum eða gerum ekki á þessum áratug mun skera úr um hversu lífvænlegt verður á Jörðinni í náinni framtíð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=