4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 131 stuðla að sjálfbærri þróun. Við erum miklu meira en neytendur og verðum að vera meðvituð um það og lifa eftir því. Gildi eins og nægjusemi, réttlæti, kærleikur, virðing, þakklæti, samkennd, umhyggja, samfélagshyggja, samvinna og hjálpsemi eru m.a. forsenda fyrir sjálfbærri þróun. Ég er ríkisborgari nágranni samfélagsmeðlimur skapari aðgerðarsinni sjálfboðaliði listamaður vinur Ég er miklu meira en bara neytandi Samfélagið er ein af þremur grunnstoðum sjálfbærrar þróunar og ætti þar með að lúta sömu gildum og markmiðum og þau sem einkenna sjálfbæra þróun. Mikilvægt er að gildin endurspegli bæði uppeldið heima fyrir og í skólum. Eins og Dalai Lama ítrekaði þá þarf m.a. að innleiða meiri samkennd og hjartahlýju inn í nútíma menntakerfi til að gera það heilrænt. Menntun til sjálfbærni á m.a. að aðstoða við það. Í kafla 6 verður fjallað nánar um ýmsa möguleika, tæki og tól sem við höfum til að gera breytingar sem stuðla að sjálfbærri þróun. Mynd 24.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=