4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 127 í eigin landi samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þar með bera t.d. ýmis fátæk lönd sem framleiða vörur handa okkur í ríku löndunum ábyrgð á þeirri kolefnislosun sem verður til við þessa framleiðslu (meira um það mál í kafla 5). Margt af því sem við eigum og neytum í dag á uppruna sinn annars staðar í heiminum en á Íslandi. Oft erum við lítið meðvituð um það hvaðan vörurnar koma, hvernig þær voru framleiddar, hvort það hefur haft mengun og/ eða mannréttindabrot í för með sér og hvaða ferðalag býr að baki framleiðslu þeirrar sem átti sér stað jafnvel í fleiri löndum eða heimsálfum áður en það var flutt til Íslands. Einnig vitum við sjaldan hvaða fyrirtækjasamsteypur eru eigendur að þessum framleiðslukeðjum, hver stjórnar og með hvaða afleiðingum. Þetta hnattvædda kerfi hefur fjarlægt allt framleiðsluferli enn meira frá okkur sem gerir okkur erfiðara fyrir að vera upplýstir neytendur. 4.6.4 HOMO ECONOMICUS Hvort skapar maðurinn samfélagið eða samfélagið manninn? Núverandi hagkerfi hefur verið ráðandi í stefnumótun vestrænna ríkja í nokkra áratugi. Þó að þetta kerfi sé á sviði efnahagsmála þá smitar það út frá sér í aðra þætti samfélags. Þannig hefur það áhrif á viðhorf okkar, lífssýn og gildismat sem stýrir samfélagsþróuninni. Til dæmis hlýtur kerfið sem verðlaunar einstaklingshyggju að ala upp einmitt þannig gildi. Annað dæmi er að ríkt fólk er í fjölmiðlum oft sett fram eins og fyrirmyndir og að lífsstíll þeirra sé eftirsóknarverður. Þetta hnattvædda kerfi hefur fjarlægt allt framleiðsluferli enn meira frá okkur sem gerir okkur erfiðara fyrir að vera upplýstir neytendur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=