Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 123 Kennedy, bróðir Johns F. Kennedy sagði árið 1968 þessa frægu setningu um að hagkerfi mæli allt nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Eins lengi og við höldum okkur fast við hugmyndafræðina um að við þurfum alltaf að framleiða meira mun okkur varla takast að halda okkur innan þolmarka Jarðar. Margir hafa haldið því fram að tækniþróunin bjargi okkur og muni koma okkur á braut sjálfbærrar þróunar. Tækniþróun ein og sér getur lítið gert ef gildi núverandi ríkjandi hagkerfis verða áfram þau sömu. Með tækniþróun má að vísu minnka notkun hráefna, vinnuafls og fjármuna sem fara í framleiðslu vara og einnig minnka mengun. Tækniþróun er því hluti af lausninni en ekki aðalatriði. Vegna virkni núverandi hagkerfis og hungurs manna í að eiga sífellt meira, hefur þessi ávinningur verið „étinn upp“ fram að þessu. Þetta kallast „endurkastsáhrif“ eða á ensku „Rebound-Effect“. Þannig þurfa t.d. bílar í dag minni orku á hverja stærðareiningu og á hvern ekinn km. Á móti kemur að bílarnir eru oft stærri og þyngri en áður, auk þess sem að hver fjölskylda á fleiri bíla og keyrir meira. Sama gildir um heimilistæki. Þau þurfa minna rafmagn en fyrir nokkrum áratugum en á móti kemur að við eigum miklu fleiri tæki og oft eru tækin ekki eins langlíf og áður. Til þess að geta nýtt tækniframfarir til góðs fyrir umhverfið og samfélög má hagvöxtur ekki vera meginmarkmiðið. Þessi áhersla á hagvöxt hefur gert það að verkum að hann virðist skipta meira máli en t.d. alvöru loftslagsaðgerðir, vernd náttúrunnar, vernd mannréttinda og samkennd innan samfélaga. Í núverndi hagkerfi er hagvöxtur, tæknilegar framfarir og aukning á kaupmætti skilgreint sem framför manna. Í ljósi þess að hagvöxtur og aukinn kaupmáttur hafa einnig leitt okkur á braut ósjálfbæra þróunar er kominn tími til að skilgreina upp á nýtt hvað við viljum telja til framfara manna. Hvernig væri að hafa t.d. minni kolefnislosun, minni fátækt, meiri jöfnuð, aukið jafnrétti, virðingu mannréttinda, vernd og endurheimt vistkerfa og aukna hamingju sem framtíðarmælikvarða á framfarir mannkyns? 4.6.2 AUKINN ÓJÖFNUÐUR OG ÓRÉTTLÆTI Því hefur verið haldið fram að með því að auka hagvöxt sé hægt að stækka „kökuna“ til þess að allir geti fengið sér sneið af henni og bætt þar með lífskjör sín. Hvernig væri að hafa t.d. minni kolefnislosun, minni fátækt, meiri jöfnuð, aukið jafnrétti, virðingu mannréttinda, vernd og endurheimt vistkerfa og aukna hamingju sem framtíðarmælikvarða á framfarir mannkyns?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=