Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 121 Núverandi hagkerfi er línulegt. Við tökum auðlindir náttúrunnar, búum til eitthvað úr þeim og með þeim, notum það og hendum því síðan í þannig ástandi að það nýtist ekki áfram heldur verður að oft mengandi úrgangi sem mun hafa áhrif á náttúruna í langan tíma. En í náttúrunni gengur allt í hringrásum sem virka óendanlegar ef þeim er ekki raskað. Við höfum breytt hringrás náttúrunnar í færiband fyrir manninn, en færibandið virkar bara í ákveðinn tíma. Hagkerfið okkar krefst þess að færibandið þurfi að vera sem hagkvæmast þannig að leitast er við að lágmarka kostnað af því sem kemur inn (nýting náttúrunnar), lágmarka kostnað við færibandavinnu (lág laun starfsmanna) og lágmarka kostnað vegna úrgangs (væg umhverfislöggjöf) til þess að hámarka virði þess sem er framleitt (vörur til að selja, há arðsemi, litlar skattar). TAKA FRAMLEIÐA FRAMLEIÐA NOTA ENDURNÝTA NOTA HENDA Mynd 23: Núverandi hagkerfi er línulegt en við verðum að breyta því í hringrásarhagkerfi. Viðhorfið til náttúrunnar einkennist hjá ýmsum aðilum oft af því hvernig hægt er að nýta hana og hámarka nýtinguna til þess að fá sem mest með sem minnstum kostnaði. Það á að græða á náttúrunni, oft án þess að skynja að mannkynið er hluti af henni. Algengt er að horft sé á hvern þátt náttúrunnar fyrir sig og ekki í samhengi vistkerfa, hringrása og flókins samspils þeirra. Horft er frekar á hvern þátt sem afmarkaðan nýtingarhlut í þeirri vantrú að hægt sé að taka hvern þátt út úr vistkerfum án þess að það muni hafa mikil áhrif á þau.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=