Menntun til sjálfbærni

4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 115 Með þessum lifnaðarháttum okkar lifum við ekki innan þeirra þolmarka sem náttúran gefur heldur lifum á yfirdrætti. Það þýðir að mannkynið notar á hverju ári meira af auðlindum en Jörðin gæti endurnýjað á sama ári. Slík hegðun gengur ekki upp til lengdar. Í kringum 1970 fór mannkynið að byrja að lifa á yfirdrætti. Síðan þá hefur Þolmarkadagur Jarðar/yfirdráttardagur (Earth Overshoot day) færst stöðugt framar á árinu (sjá mynd 20). Árið 2022 var mannkynið búið að nota allar auðlindir ársins þann 28. júlí, eftir það er lifað á yfirdrætti til áramóta og gengið er á birgðir Jarðar. Yfirdráttinn sem við tökum getum við ekki borgað til baka. Þar með lifum við á kostnað komandi ára og kynslóða og minnkum þeirra möguleika til að mæta þörfum sínum. Mynd 20: Þolmarkadagur Jarðar færist sífellt framar á árið. Áhugavert er að sjá áhrifin sem Covid 19 hafði þar sem yfirdráttardagur 2020 færðist aftar en á árunum á undan. (https://www.overshootday.org/ ) Mannkynið tekur með lifnaðarháttum sínum í dag ekki tillit til takmarkandi þátta náttúrulegra auðlinda og lifir á yfirdrætti með allt of stórt vistspor í ríku löndunum. Þá er ljóst að við erum langt frá því að geta kallað lifnaðarhætti okkar sjálfbæra. Á þessum vef getur þú reiknað út þitt eigið vistpor. DAGUR ÞOLMARKA JARÐARINNAR 1971–2022 1 JÖRÐ desember nóvember október september ágúst júlí júní maí apríl mars febrúar janúar 1971 1973 1975 1977 1979 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 2019 2021 2022 1,75 JÖRÐ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=