4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 110 hvort einhver mál eða aðgerðir tengist einstökum markmiðum. Heldur þarf sérstaklega að gefa gaum að samhengi markmiðanna og skoða orsakir og afleiðingar. Sem dæmi má nefna að þegar horft er t.d. á fyrstu tvö markmiðin, fátækt og ekkert hungur, þarf íslenskt samfélag ekki bara að skoða fátækt og hungur hérlendis heldur einnig hvort okkar lifnaðarhættir hafi áhrif á fátækt og hungur í öðrum hlutum heims. Þar með tengjum við a.m.k. saman fyrstu tvö markmiðin við markmið 10 um aukinn jöfnuð, 12 um ábyrga neyslu, 13 um verndun Jarðarinnar, 15 um líf á landi, 16 um frið og réttlæti og 17 um samvinnu um markmiðin. Í daglegu lífi þýðir þetta t.d. að mikilvægt er að spyrja sig spurninga eins og um framleiðsluhætti, flutning, umbúðir, heilsu og sóun (sjá hér). Þar með tengjum við fullt af markmiðum saman sem geta haft áhrif miklu víðar en bara hér á landi. Þetta á við um alla þætti okkar daglega lífs. Mynd 16: Við þurfum að spyrja okkur spurningar um framleiðsluhætti, flutning, umbúðir, heilsu og sóun. Talsverð umræða hefur átt sér stað um markmið 8 „góða atvinnu og hagvöxt“. Þetta orðalag felur í sér fullyrðingu um að hagvöxtur og sjálfbærni séu ekki andstæður og að hagvöxtur og góð atvinna haldist í hendur. Alveg frá því að núverandi skilgreining var þróuð upp úr áttunda og í byrjun níunda áratugar síðustu aldar var bent á það að hagvöxtur og sjálfbær þróun ættu ekki samleið og að stöðugur hagvöxtur myndi frekar stuðla að ósjálfbærri þróun. Orðalagið í markmiði 8 sáir fræjum efasemdar um að hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun hafi fengið nægilegan skilning innan Uppfærsla 2023 – Forsætisráðuneytið vinnur að grænbók um sjálfbært Ísland. Þar kemur m.a. fram að þau áhrif sem Ísland hefur á önnur lönd eru tekin út sér og nefnast alþjóðleg smitáhrif Íslands eða neikvæð smitáhrif (negative spillover effects).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=