4. KAFLI Leið til framtíðar – sjálfbær þróun 106 • Siðferðislegur grunnur. Sem dæmi þá byggist réttlæti og ábyrgðartilfinning okkar gagnvart náttúrunni og öðru fólki á gildum okkar og viðmiðum. • Heildstæð sýn. Allar gjörðir mannkyns í daglegu lífi eru fléttaðar saman í flóknu neti af orsökum og afleiðingum innan þriggja stoða sjálfbærrar þróunar. Lausnir þarf að skoða á heildstæðan og þverfaglegan hátt þar sem tekið er tillit til samhengis orsaka og afleiðinga og reynt að vinna með rót vandans. • Alþjóðleg nálgun. Hnattvæðing hagkerfis, hnattræn umhverfisvandamál/-hamfarir, ójöfnuður o.fl. fléttast saman og það þarf samvinnu þjóða til þess að takast á við verkefnið. • Þátttökunálgun. Sjálfbær þróun krefst þátttöku alls samfélagsins og einstaklingar geta haft mikil áhrif í sínu nærsamfélagi. Ég get ekki gert neitt einn … Ekki ég heldur … Mynd 14: Þátttaka einstaklinga er mikilvæg. Ný hagfræðileg nálgun er nauðsynleg. Mælt er gegn því að nota hagvöxt sem vísi að velgengni þjóða. Framtíðarsýn. Það þarf að horfa á sjálfbæra þróun sem framtíðarsýn sem vísar okkur leiðina þangað. Þessi einkenni eru m.a. leiðarljós í því að það er ekki nóg að einblína á hefðbundna þekkingarmiðlun í menntun næstu kynslóðar. Heldur þarf með menntun til sjálfbærni að efla hæfni og getu til að þróa og hanna framtíðina og til að gefast ekki upp í ljósi mikilla og alvarlegra áskoranna og fjarlægðina á að ná sjálfbærni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=