Menntun til sjálfbærni

1. KAFLI Kennarar á tímum hnattrænna og flókinna áskorana 10 Hlutverk kennara: Kennarinn á ekki lengur að vera aðalmiðill að þekkingaröflun heldur á hann frekar að vera leiðtogi eða verkstjóri í þekkingarleit nemenda. Ekki lengur bílstjóri, heldur hvetjandi ferðafélagi. Kennarinn á heldur ekki að gera þær kröfur til sín að vera sérfræðingur á öllum sviðum sjálfbærrar þróunar og loftslagsmála en með því að beita leitarnámi og þátttökunálgun (nánar í kafla 2.6.1) leiðir hann nemendur í að skilja málin, beita gagnrýninni hugsun, koma auga á rót vandamála og finna lausnir. Þessi afstaða ætti að minnka hugsanlegar áhyggjur kennara um að geta ekki svarað öllum spurningum um þessi flóknu og þverfaglegu mál. Nánar í kafla 2.6. og 3.4.4. Ádeila á ráðandi kynslóð: Það er þversagnakennt að kynslóðin sem er hluti af núverandi kerfi og lífstíl, kerfi og lífstíl sem á drjúgan þátt í rót vandans, eigi að kenna nýrri kynslóð að gera betur og haga sér öðruvísi. Þar með verðum við að viðurkenna að við séum þátttakendur í samfélagsgerð sem er ekki sjálfbær, við verðum að taka okkur á og reyna að verða betri fyrirmyndir. Við megum ekki setja alla von okkar á næstu kynslóðir, heldur berum við ábyrgð. Að kenna nýrri kynslóð getur þar með líka verið mikilvægt tækifæri til að bæta eigið líf með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stjórnmálaleg ádeila: Staða loftslagsmála er skýr meðal vísindafólks og ætti því ekki að vera deilumál. Þó jafnframt sé vitað í grófum dráttum hvað þarf að gera, eru leiðir þangað hins vegar umdeildar og pólitískar. Því miður er skilningur margra á lífheiminum, sjálfbærri þróun og samhengi málefna lítill og þá er sérstaklega orðið sjálfbærni oft misskilið og misnotað. Áskorun kennara er hér m.a. að kenna þessi málefni á þann hátt að nemendur hugsi sjálfstætt og gagnrýnið og komi auga á lausnir án þess að kennarinn taki pólítíska afstöðu sjálfur. Nýjar kennsluaðferðir í gegnum menntun til sjálfbærni og umbreytandi nám eru lykillinn að því. Kennarinn á heldur ekki að gera þær kröfur til sín að vera sérfræðingur á öllum sviðum sjálfbærrar þróunar og loftslagsmála en með því að beita leitarnámi og þátttökunálgun leiðir hann nemendur í að skilja málin, beita gagnrýninni hugsun, koma auga á rót vandamála og finna lausnir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=