Margt er um að velja

Kennsluleiðbeiningar Margt er um að velja | 40202 | 9 1. HVAÐ ER VINNA? Í þessari vinnubók er sjónum beint að fjölda starfa sem krefjast ákveðins undirbúnings í skóla. Fyrsti liður í þessari könnun á vinnumarkaðinum er að átta sig á þeim þörfum samfélags og einstaklinga sem eru drifkraftur atvinnulífsins. Markmið Nemendur skoða hverjar þarfir einstaklings og samfélagshópa eru og reyna að átta sig á því hvort það séu einhverjar þarfir sem vekja áhuga þeirra. Þekkja þau þessar þarfir úr umhverfi sínu? E.v.t. eru hér á ferðinni vísbendingar um hvert hugur þeirra stefnir. Verkefnalýsing Nemendur ímynda sér að þeir séu fastir á eyðieyju ásamt samnemendum sínum. Kennari spyr síðan nemendur að því hvernig bekkurinn ætli að skipuleggja sig á eyjunni til að lifa af. Kennari ver nokkrum mínútum í að láta nemendur skrá niður þarfir. Hann skrifar niður þær þarfir sem nemendur stinga upp á og bætir við því sem vantar upp á. Að lokum er farið yfir niðurstöður og staldrað við spurningarnar tvær sem koma þar fram og því velt fyrir sér hvort einhverjar þarfir tengist áhugasviði nemenda. Lausn Listi yfir þarfir (þó ekki tæmandi listi): 1. Þörf fyrir fæði, klæði og húsaskjól Föt til að hlýja sér, matur og drykkur. Staður til að búa á. 2. Þörf fyrir þægindi Hlýja, hvíld og ró. 3. Þörf fyrir að halda heilsu og gæta hreinlætis Næringarrík fæða, hvíld, búa um sár o.s.frv. 4. Þörf fyrir að miðla þekkingu Læra, kunna og vita. Kenna og miðla þekkingu og deila upplýsingum með öðrum. 5. Þörf fyrir að búa til verkfæri Afla sér fæðu, byggja skýli eða hús og verjast hættum úr umhverfinu. 6. Þörf fyrir að skipuleggja þjónustu í þágu samfélagsins Þiggja og veita aðstoð, eiga í samskipti við aðra o.s.frv. 7. Þörf fyrir að varðveita menningarverðmæti og miðla þeim til annarra Listræn tjáning, tómstundir o.s.frv. 8. Þörf fyrir samskipti og samgöngur Geta haldið sambandi við aðra, skipst á vörum og ferðast um. 9. Þörf fyrir að halda uppi lögum og reglum Félagslegt og líkamlegt öryggi. Réttindi og réttlæti. Þörf fyrir óhlutdrægni þegar skorið er úr deilum. 10. Þörf fyrir að stjórna málum samfélagsins Lögmæt samfélagsskipan, viðskipti, veita samfélagslega þjónustu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=