Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 68 Nemendablað 19. HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR Ákvörðun / Niðurstaða Þær ákvarðanir sem teknar eru hafa mikil áhrif á hegðun okkar. Sá sem tekur ábyrgð á aðstæðum sínum getur einnig haft mikil áhrif á framtíð sína. Það getur gefið okkur mikið að vera virk í lífi, námi, tómstundum og starfi. Öll slík reynsla kemur að góðu gagni þegar afla á upplýsinga um framhaldsnám og störf. Verkefni Skráðu þau einkunnarorð sem lýsa fortíð, nútíð og framtíð þinni best. I. Afdrifaríkur atburður í fortíðinni. II. Minn besti eiginleiki. III. Viðhorf sem ég hef tileinkað mér. IV. Viðhorf sem ég hef ekki en ætla að hafa í framtíðinni. V. Það sem ég vil gjarnan verða síðar meir. VI. Eiginleiki eða færni sem ég þyrfti að tileinka mér til að ná settu marki. Að lokum er við hæfi að draga saman þræðina og athuga hverjar fyrirætlanir þínar eru. Ljúktu við eftirfarandi setningar: Það mikilvægasta sem ég hef lært er: Fyrirætlanir sem mér finnst koma til greina eru: Þær aðferðir sem ég hyggst beita til að hrinda þessum fyrirætlunum í framkvæmd eru:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=