Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 66 Nemendablað 18. AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN Ákvörðun / Tilraun Æfing Hér á eftir fara átta dæmi sem hvert um sig sýnir ólíkar aðferðir við að taka ákvörðun. Kannið hvort staðið sé sjálfstætt eða ósjálfstætt að ákvarðanatökunni. Merkið í viðeigandi reiti og rökstyðjið svarið. 1. Að láta forlögin ráða Ég hef ekkert um þetta að segja. Ég geri það sem ég get, þegar ég get. Úrslit leiksins ráðast fyrir fram. Það er hvort sem er ekkert hægt að gera í þessu. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt 2. Að vega og meta Ég vil gjarnan vega og meta það sem mælir með ákvörðun og það sem mælir gegn henni. Ég hugsa mikið um hverjar þarfir mínar og langanir eru. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt 3. Fastheldni Mér er enginn vandi á höndum, ég vel út frá skoðunum mínum. Ég fylgi fast eftir því sem ég hef einsett mér að hrinda í framkvæmd. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt 4. Að bíða Hvers vegna að gera í dag það sem getur beðið til morguns? Ég veit ekki af hverju en ég má aldrei vera að því að taka á mínum málum. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt 5. Innsæi Það er enginn asi á mér. Ég veit hvað mér er fyrir bestu. Ég vel og ákveð eftir eigin sannfæringu. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt 6. Að gera eins og aðrir vilja Ég segi ekki beint það sem ég hugsa og ég geri ekki alltaf það sem ég vil. Vinir mínir eru líka ánægðir af því að ég geri það sem þeir vilja. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt 7. Að láta kylfu ráða kasti Fyrsta hugmyndin sem mér kemur í hug er yfirleitt sú besta. Ég eyði ekki tíma í umhugsun. Ég lít út fyrir að vera sá/sú sem veit alltaf hvað ég vil. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt 8. Marksækni Mér líkar mjög vel að vinna að verki þar sem stefnt er að ákveðnu marki. Ég hef mörg áform og get staðið við það sem ég ákveð. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=