Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 65 18. AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN Ákvörðun / Tilraun Markmið Að nemendur átti sig á muninum á að taka sjálfstæðar og ósjálfstæðar ákvarðanir og geri sér grein fyrir hvernig þeir fari að við að taka ákvarðanir. Verkefnalýsing Nemendur lesa stuttar lýsingar á „ákvörðunarstílum“ og merkja við hvort um sjálfstæða eða ósjálfstæða ákvörðun er að ræða. Kveikja Kennari spyr nemendur hvenær þeir tóku ákvörðun síðast og hvernig þeir hafi staðið að þeirri ákvörðun. Hægt er að velta því upp hvort eðli ákvörðunar skipti máli um hvernig hún er tekin. Um ákvarðanatöku Það getur verið mikilvægt að opna augu nemenda fyrir því hve ákvarðanataka getur verið kjörið tækifæri til að nota eigið vald yfir lífi sínu. Með því að skírskota til þeirra eigin reynslu af ákvarðanatöku öðlast þeir vitneskju um sjálfstæðar og ósjálfstæðar leiðir til að taka ákvarðanir. Þannig eru þeir um leið hvattir til að taka sjálfir ábyrgð á eigin ákvörðunum. Það er mjög brýnt að nemendur spyrji sig eftirfarandi spurninga: Læt ég tilviljanir ráða? Hvert er vægi umhverfisins í vali mínu? Þessar spurningar gætu jafnvel leitt til þess að nemendur færu að velta fyrir sér á hvern hátt þeir muni standa að náms- og starfsvali í framtíðinni. Undanfari þess að gera áætlun um framhaldsnám og störf er að afla upplýsinga um eigin stöðu og umhverfi. Átta sig á eigin námsferli fram að þessu og athuga vel hver hugðarefnin eru. Verkefnadæmi 2. Að vega og meta Ég vil gjarnan vega og meta það sem mælir með ákvörðun og það sem mælir gegn henni. Ég hugsa mikið um hverjar þarfir mínar og langanir eru. q Sjálfstætt q Ósjálfstætt x Góð hugmynd Góð hugmynd er að nemendur ræði saman í litlum hópum um ákvarðanir sem þeir hafa tekið á lífsleiðinni. Hinir í hópnum vega þá og meta hvort um sjálfstæða eða ósjálfstæða ákvörðun hafi verið að ræða. Heimaverkefni Nemendur skrá hjá sér nokkrar mikilvægar ákvarðanir sem þeir hafa tekið um ævina og færa fyrir því rök hvort þeir hafi verið ánægðir eða óánægðir með þessar ákvarðanir. Í næsta tíma er það rætt hvort um sjálfstæða eða ósjálfstæða ákvörðun hafi verið að ræða. Kennsluleiðbeiningar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=