Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 63 17. AÐ VERA FRUMLEGUR Ákvörðun / Aðdragandi Markmið Markmiðið er að hjálpa nemendum að gera frumlega athugun á umhverfinu og að virkja þann kraft sem felst í frumlegri hugsun. Verkefnalýsing Nemendur ljúka við teikningu á verkefnablaði. Að því loknu eru þeir beðnir að segja frá þeim fyrirmyndum sem þeir höfðu í huga við verkið. Það má gera ráð fyrir að flestir nemendur teikni andlit. Sú útkoma verður tilefni til hugleiðinga um mátt vanans og hve rík tilhneiging okkar er til að bregðast á svipaðan hátt við verkefnum. Nemendur eru spurðir hvernig standi á því að svo margir þeirra hafi gert svipaða teikningu, þrátt fyrir að kaflinn heiti Að vera frumlegur . Að loknum hópumræðum er nemendum gefið færi á ljúka myndinni öðru sinni. Kveikja Engin sérstök kveikja er að verkefninu en mikilvægt er að skilningur nemenda á orðinu „frumleiki“ sé dreginn fram í dagsljósið eftir að nemendur hafa farið í gegnum fyrri hluta verkefnis. Um það að vera frumlegur Þungamiðja þessa verkefnis er einföld æfing en í krafti hennar átta nemendur sig á „viðjum vanans“ og áhrifum klisjuhugsunar. Með æfingunni er verið að hvetja nemendur til að átta sig á mikilvægi þess að beita sjálfum sér til þess að hafa áhrif á eigin veruleika. Mikilvægt er að leggja áherslu á að það sé ekki nóg að við áttum okkur á því að það sé mikilvægt að vera frumlegur, heldur verðum við einnig að geta hegðað okkur samkvæmt því. Kennarinn bendir nemendum á það hve frumleg hugsun getur verið nauðsynleg í náms- og starfsvali. Verkefnadæmi Góð hugmynd Góð hugmynd er að hengja allar myndirnar upp á töflu og bera þær saman, fyrir og eftir hópumræður. Þá væri gott að vera búinn að ræða um frumleika, í hverju hann felst og ávinninginn af því að vera frumlegur. Heimaverkefni Nemendur eru fengnir til þess að útbúa ímyndaða atvinnuauglýsingu þar sem frumleiki er í fyrirrúmi. Æskilegt er að starfið sem auglýst er sé alveg nýtt af nálinni og hafi ekki verið auglýst áður. Það má gjarnan vera draumastarfið. Kennsluleiðbeiningar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=