Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 61 16. ENDURMAT Valkostir / Niðurstaða Markmið Markmiðið er að nemendur fái tækifæri til að ræða um og endurskoða þau störf og gildi sem þeir hafa lagt til grundvallar í kaflanum fram að þessu, m.a. með hliðsjón af því sem þeir hafa lært um mismunandi starfshugsun kynjanna. Verkefnalýsing Hver nemandi fær tækifæri til að tjá sig um sínar niðurstöður úr öllum tilraunum kaflans. Er nemandi enn ánægður með niðurstöður fyrstu tilraunarinnar eða langar hann til að endurskoða þau viðmið og gildi sem hann lagði þar til grundvallar? Kennari getur ýmist stýrt umræðum hjá bekknum í heild eða skipt honum í hópa. Sé nemandi ánægður með fyrri niðurstöður getur hann t.d. hafist handa við að kanna viðkomandi störf betur. Sé hann hins vegar ekki ánægður hefur hann tækifæri til að gera æfinguna aftur út frá breyttum forsendum. Kveikja Kennari spyr nemendur hvort umfjöllunin um kynjamuninn hafi á einhvern hátt haft áhrif á hugsun þeirra um störf og þá hvernig. Eftir umræður spyr hann hvort nemendur vilji endurskoða þau störf og gildi sem þeir hafi lagt til grundvallar fram að þessu og gefur þeim færi á að gera tilraunina Áhugaverð störf aftur. Góð hugmynd Góð hugmynd getur verið að gefa nemendum kost á að kanna betur þau störf sem þeir sýndu mestan áhuga á, t.d. með vinnustaðaheimsókn eða viðtali. Þá væri hægt að láta nemendur hugstorma um það sem þeir vita um starfið áður en þeir hefjast handa og bera það svo saman við þá vitneskju sem þeir hafa öðlast eftir starfskynninguna. Heimaverkefni Nemendur undirbúa 5–10 mínútna kynningu á starfi sem þeir könnuðu. Kennsluleiðbeiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=