Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 58 15. KYNBUNDIN STARFSHUGSUN Heimaverkefni Markmið Markmiðið er að nemendur losni við þær staðalmyndir sem þeir hafa af hefðbundnum karla- eða kvennastörfum . Verkefnalýsing Nemendur velja sér starf sem þeir telja að eigi fremur við annað kynið en hitt. Þeir eru hvattir til að kynna sér starfið nánar. Ýmsum spurningum um starfið er velt upp sem nemendum er ætlað að svara. Mælst er til að þeir vinni verkefnið í samvinnu við kennara, foreldra og/eða forráðamenn og afli sér frekari upplýsinga á netinu eða setji sig í samband við einhvern sem vinnur við þetta tiltekna starf. Kveikja Á vefsíðu Hagstofu Íslands, www.hagstofa.is er hægt að nálgast ýmsar tölulegar upplýsingar, eins og: • Fjölda starfandi eftir atvinnugreinum, kyni og landsvæðum. • Fjölda vinnustunda á viku í aðal- og aukastarfi eftir kyni. • Fjölda starfandi eftir kyni, aldri og landsvæðum. Dæmi um þetta er fjöldi starfandi í heilbrigðis- og félagsþjónustu árið 2018. Á því sviði störfuðu alls 22.836 manns; 18.697 konur og 5.139 karlar. Annað dæmi er fjöldi starfandi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð árið 2018. Þar störfuðu alls 15.251 manns; 947 konur og 14.304 karlar. Umræður Munur er á því hvernig kynin hugsa um störf og hugmyndir þeirra um líklegt framtíðarstarf eru heldur ekki þær sömu. Hægt er að velta því upp með nemendum: • Af hverju ætli þessi mikli kynjamunur eftir starfsgreinum stafi? • Laun? Ráða launin ef til vill einhverju um val kynjanna á störfum? • Ætli þessi kynjamunur eftir starfsgreinum eigi eftir að haldast í framtíðinni? Á hann eftir að aukast? Eru líkur á að það dragi úr honum? • Hvað setja kynin í fyrsta sæti þegar kemur að starfsvali? Eru það launin? Virðing starfsins? Menntun? Frítími? Annað? Kennsluleiðbeiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=