Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 57 14. KYNBUNDIN STARFSHUGSUN Valkostir / Tilraun 2 Diljá Oddsdóttir, forsætisráðherra, stígur út úr ráðherrabílnum. Undir stýri situr Steinunn J. Sigfúsdóttir einkabílstjóri hennar. Diljá gengur inn í Alþingishúsið þar sem Arnar Pálsson, aðstoðarmaður hennar, heilsar þeim glaðlega. Halldór Ásgeirsson, ræstitæknir er rétt í þann mund að ganga frá skúringafötunum. Í vændum er mikilvægur alþjóðafundur um jafnrétti kynjanna. Um tuttugu lögreglukonur standa vörð um Alþingishúsið. Kemur eitthvað í þessari frásögn á óvart? Hvers vegna? Æfing Flokkaðu störfin eftir því sem þér finnst eiga best við. Berðu þína flokkun saman við aðra í hópnum. Hvað er líkt? Hvað er ólíkt? Bifvélavirki Hárskeri Pípari Leikskólakennari Garðyrkjufræðingur Jarðfræðingur Læknir Efnafræðingur Hönnuður Ljósmyndari Söngvari, söngkona Arkitekt Kennari Rafvirki Deildarstjóri í verslun Forritari Bankagjaldkeri Bakari Næringarfræðingur Lýtalæknir Sölumaður á bílasölu Hjúkrunarfræðingur Tölvunarfræðingur Hvaða störf var hópurinn helst sammála um? En ósammála? Nemendablað Karlastarf Kvennastarf Listrænt Skrifstofu- starf Umönnun Verklegt Vísindalegt Þjónusta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=