Margt er um að velja
Kennsluleiðbeiningar Margt er um að velja | 40202 | 56 Verkefnadæmi Nemendur flokka störfin eftir því sem þeim finnst eiga best við. Að lokum er farið yfir hvernig nemendur flokkuðu störfin og sköpuð umræða í kringum það. Eru nemendur að flokka ákveðið starf sem „vísindalegt starf“ frekar en „karlastarf“ – eða öfugt? Eru nemendur almennt sammála í flokkun sinni eða er flokkunin mjög ólík á milli einstaklinga? Karlastarf Kvennastarf Listrænt Skrifstofu- starf Umönnun Verklegt Vísindalegt Þjónusta Bifvélavirki Hárskeri Pípari Góð hugmynd Góð hugmynd er að segja nemendum sögu af því þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands (1980–1996). Á þeim tíma var hópur leikskólabarna spurður hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu stór. Einn drengur innan hópsins svaraði: „ Forseti Íslands ,“ þá greip ein stúlka inn í umræðurnar og sagði: „ Abbabbabb, strákar verða ekki forsetar .“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=