Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 55 14. KYNBUNDIN STARFSHUGSUN Valkostir / Tilraun 2 Markmið Markmiðið er að nemendur átti sig á meðvituðum og ómeðvituðum staðalmyndum sem þeir hafa af því sem teljast til hefðbundinna kvenna- og karlastarfa og setji spurningar- merki við þá mynd sem þeir hafa af störfum. Verkefnalýsing Nemendur lesa stutta frásögn af fólki í atvinnulífinu. Frásögnin er óvenjuleg að því leyti að konum er stillt upp í hefðbundin karlastörf og körlum í hefðbundin kvennastörf . Nemendur eru spurðir hvort eitthvað í frásögninni komi á óvart og þá hvers vegna. Því næst vinna nemendur í hópum og flokka ólík störf eftir sínum hugmyndum um störfin. Nemendur bera svo sína flokkun saman við hina í hópnum. Tilgangurinn með verkefninu er að nemendur átti sig á því að flokkun á störfum á ekki alltaf við. Kveikja Nemendur lesa frásögn í verkefni fjórtán. Kennari gefur nemendum kost á umræðum í kjölfarið. Um kynbundið náms- og starfsval Íslenskur vinnumarkaður er enn nokkuð kynskiptur. En það er ekki þar með sagt að karlar hafi ekki færni eða hæfileikana í að vinna kvennastörf eða að konur séu ekki færar um að vinna karlastörf. Það eru frekar samfélagslegar og hugarfarslegar hindranir sem koma í veg fyrir það að konur og karlar velji sér nám eða störf sem eru ekki hefðbundin fyrir þeirra kyn. Kynskiptur vinnumarkaður getur stuðlað að minni fjölbreytileika í vinnu og viðhorf samfélagsins til kynhlutverka minnka frelsi einstaklingsins til að kjósa sér vinnu eftir áhugasviði og hæfni. Konur og karlar eiga þá á hættu að missa af tækifæri til þess að vinna vinnu við sitt hæfi og áhuga, ef sú vinna er ekki í samræmi við hugmyndir samfélagsins um kyn þeirra. Mikilvægt er að draga úr hólfaskiptingu á íslenskum vinnumarkaði eftir kyni og vinna með markvissum hætti gegn kynbundnu námsvali í skólum, því ekki er hægt að leysa upp kynbundinn vinnumarkað án þess að auka dreifingu í námsvali kynjanna. Kennsluleiðbeiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=