Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 53 13. ÁHUGAVERÐ STÖRF Valkostir / Tilraun 1 Undanfari að verkefni Verkefni þrjú, ÞAÐ SEM SKIPTIR MIG MÁLI. Markmið Markmiðið með þessu verkefni er að nemendur meti störf með hliðsjón af afstöðu sinni til starfsgilda og átti sig betur á hvert hugurinn hneigist hvað varðar starfsval. Verkefnalýsing Nemendur skrá í töflu þau gildi og störf sem þeir setja í öndvegi og finna þannig út þau þrjú störf sem ættu að höfða einna mest til þeirra ( sjá verkefnadæmi ). Kveikja Kennari nefnir tvö störf í einu og nemendur eru spurðir hvort starfið þeir myndu velja ef þeir þyrftu ekki að stunda námið sem er undanfari þess. T.d. hjúkrunarfræðingur eða kennari, lögfræðingur eða bókhaldari, pípulagningamaður eða lögreglumaður o.s.frv. Með því að velja annað starfið af tveimur standa nemendur frammi fyrir því að sum störf þykja þeim eftirsóknarverð en önnur eru þess eðlis að þeir gætu ekki hugsað sér að leggja stund á þau. Þeir leggja því þarna til grundvallar gildi sín. Nemendur eru þessu næst spurðir hvort þeir séu reiðubúnir að reyna enn frekar á þau gildi sem þeir leggja til viðmiðunar er þeir meta störf og hvort þeim hugnist þau eða ekki. Verkefnadæmi Svona ætti taflan að líta út eftir útreikningana. Hverju þrepi í útreikningum er nákvæmlega lýst í verkefni 8, VALKOSTIR KANNAÐIR. Grundvallargildi: X Y X Y X Y X Y X Y 1. Virðing x8 3 24 3 24 4 32 4 32 4 32 2. Fjölbreytni x6 2 12 4 24 3 18 3 18 3 18 3. Laun x4 3 12 1 4 3 12 3 12 4 16 4. Starfsöryggi x2 2 4 1 4 3 6 2 4 3 6 Samtals í Y reit 52 56 68 66 72 1 2 Dýralæknir 3 Smiður Kennari Kennsluleiðbeiningar Margfeldi Nuddari Tannlæknir Smiður Kennari Dýralæknir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=