Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 52 Nemendablað 12. LEITAÐ – FUNDIÐ Valkostir / Aðdragandi Hvaða störf hefur þú áhuga á að kanna? Flestir hafa einhvern tímann velt fyrir sér hvað þeir muni starfa við þegar fram líða stundir. Sumir hafa snemma fastmótaðar hugmyndir um framtíðarstarfið en aðrir eru ekki eins vissir í sinni sök. Ein stærsta ákvörðunin í lífi okkar snýr að starfsvali og því er mikilvægt að sú ákvörðun sé tekin eftir vandlega umhugsun. Ein besta leiðin til að komast að raun um hvað maður vill gera er að kanna sjálfur þá möguleika sem eru í boði. Æfing Með þessari æfingu fylgir starfsheitaskrá. Skoðaðu nú vel þau störf sem þar eru nefnd og veltu fyrir þér hver þeirra þú hefðir áhuga á að kanna frekar. Alltaf þegar þú rekst á eitthvað áhugavert skaltu hafa í huga Töfraformúluna sem þú lærðir í fyrrihluta námsefnisins hvað er starfið, hvers það krefst og hvað það gefur af sér . Mikilvægt er að þú vinnir verkefnið sjálfstætt og með opnum huga. Farðu eigin leiðir og útilokaðu ekki einhver störf vegna fordóma eða hræðslu við hvað öðrum gæti fundist. Skráðu a.m.k. tíu störf sem höfða til þín á línurnar hér að neðan . _______________________________________________________________________________ _______________________________________________________________________________ _______________________________________________________________________________ _______________________________________________________________________________ _______________________________________________________________________________ Til umhugsunar Til gamans Farðu á internetið og leitaðu upplýsinga um nokkur þeirra starfa sem þú þekkir lítið sem ekkert en gætir hugsað þér að vita meira um. Hvaða störf hafðirðu hugleitt áður og hvaða starfshugmyndir eru alveg nýjar fyrir þér? Eiga þau störf sem þú hefur mestan áhuga á eitthvað sameiginlegt?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=