Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 51 12. LEITAÐ – FUNDIÐ Valkostir / Aðdragandi Markmið Markmiðið er að benda nemendum á fjölbreytni vinnumarkaðarins og hjálpa þeim að átta sig á hvaða störfum þeir hafa áhuga á. Hér er gott að rifja upp Töfraformúluna, sem má finna í kafla 4: Hvað er starf? í fyrrihuta vinnubókarinnar. Þessi æfing leggur einmitt áherslu á hvernig nemendur geta nýtt sér Töfraformúluna til að kanna betur heim atvinnulífsins með þessum þremur grundvallarspurningum um starf: • Hvert er starfið? • Hvers krefst það? • Hvað gefur það af sér? Verkefnalýsing Nemendur eru beðnir að nefna öll þau störf sem þeim koma til hugar. Kennari skráir á töflu. Að því loknu velja nemendur um það bil tíu störf sem þeir myndu vilja kanna nánar og skrá á þar til gerðar línur. Ef nemandi hefur áhuga á starfi sem ekki er á listanum er sjálfsagt að hann skrái það samt sem áður. Verkefnadæmi Snyrtifræðingur, smiður, vélstjóri, forseti, ráðherra, félagsráðgjafi, tannlæknir, nuddari, sundkennari, sjúkraliði. Góð hugmynd Góð hugmynd getur verið að nemendur afli sér frekari upplýsinga um einhver þeirra starfa sem þeir völdu t.d. í gegnum vefsíðuna næstaskref.is Kennsluleiðbeiningar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=