Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 49 11. AÐ SETJA SÉR MARKMIÐ Markmið / Niðurstaða Markmið Markmiðið er að nemendur setji sér markmið um fyrirætlanir sínar og átti sig á að slík markmiðssetning geti aukið líkurnar á að árangur náist. Verkefnalýsing A) Nemendur nota niðurstöðurnar úr tilrauninni á undan til að finna þá þrjá þætti sem helst setja þá í brotthvarfshættu. Þessa þætti skrá þeir í þar til gerða reiti. Nemendur finna svo út hvers vegna þessir áhættuþættir eru til staðar hjá þeim og leita lausna með því að setja sér markmið. B) Nemendur setja sér markmið um fyrirætlanir sínar og útskýra annars vegar hvað í þeirra háttum í dag stuðli að því að þessi markmið náist og hins vegar hverju þeir þurfi að breyta í sínu fari til að auka líkurnar á því. Kveikja Kennari spyr nemendur hversu margir séu búnir að ákveða hvað taki við að loknum grunnskóla. Hann spyr jafnframt hvort þessar ákvarðanir hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Því næst ítrekar hann mikilvægi þess að hafa markmið að stefna að til að auka líkurnar á að árangur náist. Gott væri ef kennari gæti nefnt dæmi máli sínu til stuðnings. Nemendur eru minntir á að mestu máli skiptir að vera sjálfstæður í skoðunum og leita sjálfir þeirra upplýsinga sem þá langar til að afla. Góð hugmynd Ef nemendur muna ekki eftir því að hafa tekið ákvarðanir um fyrirætlanir sínar getur verið góð hugmynd að ræða um hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir voru yngri. Flestir hafa gaman af að rifja það upp og það getur verið fróðlegt að vita hvort og þá hvernig hugmyndir þeirra hafa breyst. Heimaverkefni Nemandi setur sig í þau spor að hann hafi nýlega náð að uppfylla langþráð markmið. Hann skrifar tölvupóst til vina þar sem hann býður til fagnaðar í tilefni árangursins. Kennsluleiðbeiningar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=