Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 47 10. BROTTHVARFSHÆTTA Markmið / Tilraun Markmið Markmiðið er að nemendur meti hvort þeir séu í brotthvarfshættu og finni leiðir til að draga úr henni ef svo reynist vera. Nemendur átti sig á að markmiðssetning er góð forvörn gegn brotthvarfi. Verkefnalýsing Texti lesinn. Nemendur gera eigin vef sem táknar þá brotthvarfshættu sem þeir eru í og bera saman við köngulóarvefina X og Z. Nemendur meta hvort þeir séu að einhverju leyti í áhættuhópi eða ekki. Kennarinn verður að leggja áherslu á að æfingin sé aðeins leiðbeinandi en sýni þó að eftir því sem vefur einstaklings er stærri því meiri brotthvarfshætta. Nemendur þurfa að skoða hug sinn heiðarlega um hvort eitthvað af þessum orsökum sem þarna eru nefndar geti átt við þá. Lagt er til að nemendur vinni þetta verkefni heima fyrir eða dreifi sér um kennslustofu eða skólaganga og leysi það í einrúmi. Hér eru þau að skrá niður persónulegar upplýsingar sem er aðeins ætlað þeim sjálfum en ekki bekkjarfélögum. Kveikja Kennari spyr nemendur hvort þeir muni eftir því að hafa sett sér markmið nýlega og hvort markmiðið hafi náðst. Kennari spyr því næst hvort þeir telji að þeir hefðu náð markmiðinu án þess að hafa stefnt að því fyrirfram. Í kjölfarið eru umræðurnar leiddar að því að það að setja sér markmið geti komið í veg fyrir að maður flosni úr námi. Heimaverkefni Nemendur skrifa sögu eða stikkorð um sjálfa sig, eins og þeir sjá sig í framtíðinni. Foreldrar eru fengnir til að skrifa sögu um barn sitt eins og þeir sjá það í framtíðinni. Þegar sögurnar eru bornar saman skapa þær grundvöll að umræðum um framtíðaráform barnsins. Vert er að hafa í huga: • Nám og störf. • Fjölskylduaðstæður. • Vinahóp. • Umhverfi. • Líðan. • Annað. Kennsluleiðbeiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=