Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 46 Nemendablað 9. AÐ HELTAST ÚR LESTINNI Markmið / Aðdragandi Að detta úr skóla Margir grunnskólanemendur, hefja nám í framhaldsskóla að loknu grunnskólaprófi. Brotthvarf úr framhaldsskólum er þó nokkuð hátt á Íslandi miðað við nágrannalönd, og margir af þeim nemendum hafa enn ekki lokið við námi tveimur árum eftir skilgreindan námstíma. Það að detta úr skóla þarf ekki endilega að vera neikvætt og stundum eru fyrir því góðar og gildar ástæður. Samt sem áður hefur það að hætta námi ákveðnar afleiðingar í för með sér. Hér á eftir ætlum við að velta fyrir okkur nokkrum orsökum og afleiðingum þess að nemendur hætta í skóla. Orsakir brotthvarfs Erfiðleikar í umhverfinu • Lágar tekjur. • Fá ekki næði til að sinna heimanáminu. • Viðhorf og stuðningur. Hamlandi vandamál • Líkamleg veikindi eða slys. • Andleg vanlíðan eða veikindi. • Þungun. • Fjarvera annars foreldris eða beggja. • Eiturlyfjaneysla. Fjarvistir • Skróp. • Veikindi. Vanræksla í skóla • Heimanámi ekki sinnt. • Uppgjöf í vissum fögum. • Áhrif frá bekkjarfélögum. • Lítill stuðningur foreldra. • Vantraust á sjálfum sér. Metnaðarleysi • Setja markið í náminu ekki hátt. • Lítið sjálfstraust. • Vonleysi um framtíðina. Peningaleysi • Fá ekki vasapeninga. • Þurfa að sjá fyrir sér. • Þurfa að vinna með skólanum. Áhugaleysi • Finnst skólinn tímaeyðsla. • Hafa ekki hug á að bæta við þekkingu sína. Neikvætt hugarfar í garð skólans • Ráðast gegn stjórnendum. • Finnst kennarinn ekki skilja sig. • Námsleiði. Hugsanlegar afleiðingar brotthvarfs Að hafa það á tilfinningunni að geta ekki lært Þeir sem hætta í námi vegna námsörðugleika eiga oft í erfiðleikum með að losna við þessa tilfinningu þrátt fyrir að ástæðan fyrir námserfiðleikum sé yfirleitt önnur en skortur á hæfileikum. Hugsanlegt atvinnuleysi Samkeppni um atvinnu er mjög mikil. Menntun eykur líkurnar á því að þú getir sótt eftir starfi sem þú hefur áhuga á/þér finnst eftirsóknarvert. Erfiðar aðstæður í lífinu Flestir lenda í erfiðum aðstæðum einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá er best að líta á það sem hindrun sem hægt er að yfirstíga. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Flótti er oftast engin lausn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=