Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 45 9. AÐ HELTAST ÚR LESTINNI Markmið / Aðdragandi Markmið Markmiðið er að nemendur átti sig á möguleikum sínum til að ná settu marki á námsferlinum og þekki til þeirra orsaka sem verða til þess að fólk flosnar úr námi. Verkefnalýsing Nemendur lesa kaflann Að detta úr skóla þar sem þeir fræðast um hátt hlutfall framhaldsskólanema sem hættir í skóla og hverjar orsakir og afleiðingar þess geta verið. Þegar allir hafa farið í gegnum kaflann, hver fyrir sig eða í sameiningu, stýrir kennari umræðum þar sem hann kemur meðal annars inn á hvað nemendur sjálfir geta gert til að minnka líkurnar á brotthvarfi. Í kaflanum eru nefndir til sögunnar átta flokkar sem orsaka brotthvarf. Hér skiptir máli að umfjöllun um flokkinn Erfiðleikar í umhverfinu sé ekki á neikvæðum nótum heldur að litið sé á erfiðleika sem hindrun sem oftast er hægt að yfirstíga ef viljinn er fyrir hendi. Kveikja Mikill meirihluti hvers árganga hefur nám í framhaldsskóla að grunnskóla loknum en hlutfall þeirra sem útskrifast á skilgreindum námstíma er nokkuð lægra á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Nemendur geta velt fyrir sér og rætt sín á milli um hvaða hópur brotthvarfsnema tekur sér fyrir hendur þegar hann hættir í skóla og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. TIL KENNARA Brotthvarf nemenda úr framhaldsskóla er áhyggjuefni á Íslandi og brýnt er að vekja nemendur til umhugsunar um afleiðingar þess að hætta í námi, hvað sé til ráða og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir brotthvarf á framhaldsskólastigi. Stundum er brotthvarf lokaúrræði þegar ekkert annað er í stöðunni en þá er mikilvægt að nemandi setji sér markmið um að snúa aftur í nám seinn Góð hugmynd Það er góð hugmynd að skipta bekknum í hópa í umræðutímanum. Hóparnir ræða um brotthvarf, rita hjá sér niðurstöður og kynna þær fyrir samnemendum sínum, t.d. á glærum. Kennsluleiðbeiningar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=