Margt er um að velja
Margt er um að velja | 40202 | 44 Nemendablað 8. ÞAÐ SEM SKIPTIR MIG MÁLI Sjálfskönnun / Niðurstaða Skoðaðu þessa töflu. Kannski hjálpar hún þér við að átta þig á þeim markmiðum sem þú vilt stefna að. Verkefni Skráðu hversu mikilvægt þú telur hvert þessara gilda vera. Skiptir það mig máli? 1. Að hjálpa. Ég kýs starf þar sem ég get annast aðra. 2. Árangur. Ég kýs starf þar sem ég get unnið mig upp. 3. Fagurfræði. Ég kýs skapandi starf sem gefur möguleika á að fegra umhverfið. 4. Fjölbreytni. Ég kýs starf sem gefur tækifæri til þess að breyta til og jafnvel ferðast. Það felur í sér fjölbreytt verkefni. 5. Hugrekki. Ég kýs starf sem er krefjandi og þarfnast hugrekkis. 6. Laun. Ég kýs starf sem gefur góðar tekjur og veitir margs konar efnisleg gæði. 7. Samvinna. Ég kýs starf sem veitir tækifæri til samstarfs við annað fólk. 8. Sjálfstæði. Ég kýs starf sem krefst sjálfstæðis og veitir tækifæri til að vinna eftir eigin hugmyndum. 9. Sjálfsþroski. Ég kýs starf sem mér líður vel í og gefur möguleika á að vaxa og þroskast. 10. Starfsöryggi. Ég kýs starf þar sem ég er örugg/ur og hef fastar tekjur. 11. Stjórnun. Ég kýs starf þar sem tækifæri gefst til þess að taka stjórn og sjá til þess að aðgerðir séu vel áætlaðar og útfærðar. 12. Virðing. Ég kýs starf sem er líklegt til að afla virðingar og vekja aðdáun annarra. 13. Vitsmunaleg örvun. Ég kýs starf sem krefst lausna á margvíslegum verkefnum, fræðslu og umhugsunar. 14. Þægindi. Ég kýs starf þar sem vinnuumhverfið er vistlegt og heilbrigt. 15. Annað gildi Finndu þau fjögur starfsgildi sem þér finnst mikilvægust og forgangsraðaðu þeim. Skiptir ekki máli Skiptir litlu máli Skiptir allnokkru máli Skiptir miklu máli Skiptir mjög miklu máli 1 3 2 4 Þetta eru þín grundvallargildi!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=