Margt er um að velja
Kennsluleiðbeiningar Margt er um að velja | 40202 | 43 Heimaverkefni Nemendur velja sér tvær til þrjár atvinnuauglýsingar úr dagblöðum eða á veraldarvefnum og afla sér frekari upplýsinga um starfið, til dæmis með því að slá starfsheitið í leitarvél. Mörg starfsheiti má finna á heimasíðu Næstaskref.is Nemendum er einnig frjálst að búa til ímyndaða starfsauglýsingu. Spurningar sem vert er að hafa til hliðsjónar eru: • Hvernig er starfinu best lýst? • Hvaða menntun þarf til starfsins? • Í hverju er starfið fólgið? • Þarf sérstaka starfsþjálfun? • Hver er tilgangur með starfinu? • Útivinna eða innivinna? • Hvaða ábyrgð fylgir þessu starfi? • Líkamleg vinna? • Fylgja starfinu góð laun? • Hættuleg vinna?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=