Margt er um að velja

Margt er um að velja | 40202 | 42 8. ÞAÐ SEM SKIPTIR MIG MÁLI Sjálfskönnun / Niðurstaða Markmið Markmiðið er að nemandi þekki þau gildi eða viðmið sem hann aðyllist og átti sig á hve áhrifamikil þau eru í daglegu lífi hans. Verkefnalýsing Skoðuð er tafla með viðmiðum sem ýmist skipta nemendur máli eða ekki. Spurningunni: Hversu miklu máli skiptir það? er svarað við hvert og eitt gildi. Að því loknu eru fjögur gildi úr töflunni valin og útskýrt hvers vegna þessi tilteknu gildi skipti svo miklu máli. Kveikja Hvaða eiginleikar gætu skipt máli fyrir störf lækna? En skólastjóra? En garðyrkjubændur? Um það sem skiptir máli Kennari biður nemendur að nefna gildi sem þeir aðhyllast og lýsa því hvernig það hefur áhrif á hegðun þeirra og ákvarðanir. Það skiptir máli að nemendur geti rökstutt svör sín fyrir kennaranum. Verkefnadæmi Skráðu hjá þér hversu mikilvægt þú telur hvert þessara gilda vera. Skiptir það mig máli? 1. Að hjálpa. Ég kýs starf þar sem ég get annast aðra. Skiptir ekki máli Skiptir litlu máli Skiptir allnokkru máli Skiptir miklu máli Skiptir mjög miklu máli Góð hugmynd Góð hugmynd er að láta nemendur leita eftir atvinnuauglýsingum og velja auglýsingar sem kalla á þau gildi sem þeim finnst mikilvægust. Kennsluleiðbeiningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=